Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1924, Blaðsíða 34
192
Jóh. Sigfússon:
IÐUNN
sem hann er að hugsa fyrir framtíðarskóla handa
þjóð sinni, skóla, er umskapi þjóðina og efli hag-
sæld hennar á alla lund. Til þess að koma slikum
skóla upp, varð að fjölga mjög kennurum og allur
kostnaðurinn við skólahaldið stórum að aukast. Sá
hann ekki önnur ráð til að fá fé handa hinum
endurbætta skóla, en að Hólaskóli væri lagður niður,
og fé það sem við það sparaðist væri lagt til hin-
um endurbætta skóla í Reykjavík, þar sem skóla-
sveinar úr öllu landinu skyldu njóta kenslu; berst
hann nú með hinu venjulega harðfylgi sinu fyrir
að fá þessu áhugamáli sínu framgengt, sýnir hann
með margvíslegum rökum og reikningum, sem að
vísu sættu mótmælum hjá andstöðumönnum hans,
að unt væri að koma þessum miklu umbótum á.
Inn í þetta stapp blandaðist og það, að gerlegt væri
að leggja niður biskupstól á Hólum og hafa einn
biskup yfir öllu landinu, við það mætti spara tölu-
vert fé.
Reir Stefán og Thorkelin eru hinum sammála
um að bæta þurfi stórum skólana á íslandi, en þeir
eru ósammála um það, að eini vegurinn til þess sé
sá, að hafa aðeins einn lærðan skóla i landinu,
þykir það alt of mikil áhætta, að láta einn skóla
vera um alla fræðslu lærðra manna hér í landi, og
þykir skólanum í Suðurstiftinu ekki hafa farnast svo
vel síðan hann fluttist til Reykjavíkur, að fýsilegt
sé að hafa hann fyrir einkaskóla landsins, enda sé
Reykjavík eitt hið óheppilegasta skólasetur, sem hægt
sé að hugsa sér, og færa til hvað dýrt sé að lifa
þar, og ýmislegt annað. Þeir eru hræddir um, að
fáir muni treysta sér til að stunda nám úr Norður-
stiftinu, ef þeir þurfi að sækja skóla í Reykjavík.
Þeir sýna fram á með reikningum, að sé vel haldið
á tekjum Hólastóls og skóla, þá megi af þeim fá
nægilegt fé til að halda góðan skóla á Norðuriandi.