Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1924, Blaðsíða 23
ÍÐUNN
Um flutning latínuskólanna.
181
tilskipun um húsaga, tilskipun um okur, brennivín
og tóbak.
Þegar litið er á tilskipanir þessar, sést það, að hér
á að efna til stórfeldra breytinga, hvorki meira né
minna en umskapa hug þjóðariunar og háttu, og
efni lagaboðanna bendir á, að tilætlunin er sú, að
steypa þjóðina í mót heittrúarstefnunnar. Enn eru
ótalin lagaboð þau, er beinast snerta skólana; þau
eru: tilskipun um latínuskólana á Íslandi (8/s 1743),
reglugerð um latínuskólana (10/6 1746) og Anordning
um stúdenta þá, er prestar ætla að verða og próf
þeirra (3/s 1743). Með þessum lagaboðum er stofnað
til mikilla breytinga og umbóta á skólalærdómi, og
til þess stofnað, að koma meiri festu á alt skóla-
haldið. Eftir þetta fer saga skólanna að verða skýrari
og fyllri en áður. Upp frá þessu tekur veldi biskup-
anna yfir skólunum verulega að réna, en stiftamt-
maður tekur nú drjúgan þátt í stjórn skólanna, fara
nú bréfaskriftir milli þessara umsjónarmanna að
verða tíð, og má af þeim bréfum fá all-glöggva hug-
mynd um allan ytri hag skólanna, einkum Skálholts-
skóla, og nokkrar bendingar um kenslu í skólunum
og skólalífið sjálft, einkum þó, þegar eitthvað fer af-
laga, eða þegar um breytingar er að ræða.
Skólabæturnar, sem skólatilskipunin ætlaðist til
að yrðu, urðu að vísu minni en til var ætlast og
stuðluðu 5rms atvik að því. Biskupar þeir, sem skip-
aðir voru eftir burtför Harboes héðan úr landi, þeir
Halldór Brynjólfsson og Ólafur Gíslason, voru naum-
ast menn til að koma á stór-breytingum, enda áraði
ekki til þess, hvorki fyrir þá né eftirmenn þeirra.
Harðindi og óhöpp dundu yfir landið hvað ofan í
annað á síðari hlut 18. aldar. Fyrst gengu hér mikil
harðindi milli 1750 og 1760, og eyddist þá mjög
bústofn manna, einkum í Hólaslifti, svo kom fjár-
kláðinn og gekk yfir landið um 20 ár (1761 —1779).