Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1924, Blaðsíða 16

Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1924, Blaðsíða 16
174 Sigurður Nordal: IÐUNN í leiðslu í veizlunni, þar sem Þangbrandur með styrk trúar sinnar vinnur sigur á berserknum, og hann lætur prímsignast eins og Gestur, án þess að festa verulega hugann við það. En undir miðnættið gengur hann frá mungátinu og veizluglaumnum út í bjarta vornóttina. Döggin úir á grasinu í kringum hann. Fyrir fram- an hann blasir við Breiðafjörður, og í suðri blánar Snæfellsnesið og jökullinn. Kvöldkyrðin gagntekur hann, hann verður aftur barn íslands, barn æsku- trúar sinnar, barn móður sinnar. Æsir fylkja sér aftur í huga hans, hann getur ekki varpað þeim frá sér, ekki hætt að trúa á þá, þó að þeir sé ekki eini, ekki síðasti veruleikinn. Ef til vill hafði hann aldrei unnað þeim meir, aldrei íundið betur, hvað áslgjöf Óðins, skáldskapurinn, hafði verið honum mikils virði á örðugustu stundum lífsins, en nú, eftir hina skilningslausu árás kristniboðans. Hugsunin um dóms- dag brauzt fram í myndum norrænnar goðatrúar. Það urðu ragnarök; ekki Kristur í skýjum himins, heldur úlfurinn, sem tryllist fyrir hellismunnanum: festr mun slitna, en freki renna. Eins og druknandi maður sér alla æfi sína í einni heildarsýn, birtist skáldinu nú undir ragnarök útsýn yfir örlög heimsins frá upphafi og um leið ráðning á gátunum. Hann réð ekki við sýnirnar. F*að var völva, sem brá þeim upp fyrir honum, gól þær fyrir hann og allar lifandi verur, að vilja Óðins sjálfs. Hún sýndi fyrsta tómið: vara sandr né sær, né svalar unnir .... gap var Ginnunga, en gras hvergi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Iðunn : nýr flokkur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.