Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1924, Blaðsíða 9
IÐUNN
Völu-Steinn.
107
haft mikil áhrif á liann. Gísli Súrsson er einn hinna
merkustu tímamótamanna 10. aldar Hann er heið-
inn, en virðist þó hafa haft einhver kynni af kristn-
inni, og i útlegðinni þroskast lífsskoðun hans.
Draumkona hans varar hann við að nema galdur,
áminnir hann um að hjálpa voluðum og býður hon-
um að vekja ekki víg að fyrra bragði. Sömu skoð-
anir: að galdrar sé tvíeggjað sverð, að víg sé böl,
en vægðarsemi dygð1) — koma einmitt fram í Völu-
spá. En Steinn hefir hlotið að þekkja Gísla og vísur
hans, þar sem þeir voru samtímamenn og í sama
þingi. Af kynningu þeirra Steins og Gests Oddleifs-
sonar fara reyndar ekki beinar sögur. En þéir hafa
hizt á Þorskafjarðarþingi og víðar, enda myndi Egill
Völu-Steinsson varla hafa leitað til Gests um svo
viðkvæmt mál sem harm föður sins, nema vinátta
hefði verið á milli. En Gestur er einn með vitrustu
mönnum, sem uppi hafa verið á íslandi. Þó að það
sé forspár hans um einstaka atburði, sem sögurnar
halda á lofti, leikur hvarvetna sá ljómi um manninn,
að auðséð er, að speki hans hefir verið af öðru og
æðra tæi um leið. Gestur hefir kynst kristninni m. a.
hjá vini sínum Ólafi páa (sem þekti hana frá Mel-
korku móður sinni), og það er liklegt, að hann hafi
myndað sér samfelda heiðna lifsskoðun, með ein-
hverjum kristnum blæ, sem hafi verið svipuð undir-
stöðu Völuspár. Hversu mikið Steinn (og þá um leið
Völuspá) hefir átt Gesti að þakka, verður aldrei full-
rakið. En það væri þá ekki í siðasta sinni sem inn-
blásnu skáldi hefði tekist að færa þá speki, sem
hann hefði að nokkru leyti sótt til annara, í ódauð-
legan búning.
Því miður eru öll atvik að vigi Ögmundar nú
gleymd. Það er eitt af hinum mörgu söguefnum,
1) Smbr. útgáfu mina bls. 59, 71.