Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1924, Blaðsíða 52
210 Magnús Jónsson: iðunn
upinum. En hann svaraði: »Ég skal gjarna fallast á
það að örn Jóhar.nesar geri þetta ekki, ef uxi Matte-
usar má gera það í staðinn«.
Ermarnar hafa oft og einatt verið alt annað en
notalegar. Enskar ermar frá 11. öld eru sýndar á 5.
mynd, og síðan hafa svipaðar hengiplöntur aftur og
aftur átt þátt í að festa sig á ermum fólksins, ekki
aðeins kvenna heldur líka karla. Oft hafa þær líka
verið ákaflega víðar í opið og með
miklum laufaskurði, sem hefir orðið
til þess að heilagir menn hafa séð
tungurnar breytast í eldtungur, sem
hafa svelgt þessa spjátrunga í sig. í
dönskum þjóðvísum er Dagmar drotn-
ing látin kvarta yfir því eftir dauðann,
hve þröngar hún hafi gert ermarnar,
jafnvel í guðs húsi, og hefnist henni
núfyrir. Pað var því vandratað meðal-
hófið. Éröngu ermarnar voru mikið
kvalræði, og þessi fórnarlömb skarts-
5. mynd. ins urðu að halda höndunum í sömu
stellingum, að ég nú ekki tali um það,
hvort þær gátu nokkra björg sér veitt.
Þá fer nú að nálgast sjálft höfuðið, þetta mesta
djásn mannlegs líkama. En þó er hálsinn á milli,
og hann fór ekki alveg varhluta af píningunum.
Hann hefir oft kvalist af kulda þegar það þótti við
eiga að hann sæist sem bezt. Á okkar dögum hefir
það sést, að hálsinn verður að þola frosl og vosbúð,
en hlýr skinnkraginn flaksast langt út á herðarnar.
Og hann hefir oft bakast og sveitst innan í dyngju
af dún og loðskinnum í hlýju veðri, þegar tízkan
hefir heirntað að »búanum« væri marg vafið upp
undir eyru.
En aðal píslarfærið á hálsinn var spánski kraginn,
harðstrokinn léreftskragi (prestakragi), ákaflega stór