Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1924, Blaðsíða 13
IÐUNN
Völu-Steinn.
171
hverar eru einmitt engir á þeim slóðum, sem líklegt
er, að Steinn hafi átt leið um. í stuttu máli veit ég
ekki neitt, sem ráðið verður um höfund kvæðisins
af því sjálfu og getur ekki samrýmst því, að Völu-
Steinn hafi ort það. Er efasamt, að sama verði sagt
um nokkurn annan mann. — Þess má geta, þótt
lítils sé um vert, að vera mætti, að Steinn hafi fengið
auknefni sitt af því, að hann var bæði sonur völu
og hafði ort um völu, þó að hið fyrra væri eitt nóg.
Skáld voru stundum kend við yrkisefni sín: dísarskáld,
dáðaskáld, Danza-Bergr. Hefði þá kvæðið skilið eftir
þessi merki sín á nafni höfundarins, áður en leiðir
skildi með þeim í minni manna.
III.
Vér gerum oss oft erfiðari skilning fortíðarinnar en
þörf er á, af þvi að vér vanrælcjum að leita saman-
burðar við nútímann. Vér hugsum ekki út í, að efnið
í bláfjöllunum hinum megin flóans geti verið sama
og í holtinu, sem vér göngum á. En svo mikill sem
munurinn er á menningu 10. og 20. aldar, er þó
maðurinn að miklu leyti samur — hugsar, finnur til
og breytir eftir sömu grundvallarlögum.
í nútíðarbókmentum vorum er eitt innblásið kvæði,
sem vér vitum hvernig til er orðið. Prófessor Guð-
mundur Hannesson segir svo frá í 70 ára afmælisriti
síra Matthíasar: »Það er einkum í trúmálum, að ég
hefi veitt því eftirtekt, hve Iítið er að marka, hvað
síra Matthias lætur fjúka í svipinn, og hvernig hann
f raun og veru er fastari fyrir en flestir halda. Pað
var þannig fyrir nokkrum árum, að hann las jrmsar
bækur um Búddha-trú og lofaði hana á hvert reipi.
Við áttum þá oft tal um málið, en sérstaklega var
það eitt kvöld, að ég sat lengi hjá gamla manninum,
og tókst að verja málstað Búddha-trúar svo rögg-
samlega, að hann, sem í það sinn tók málstað kristn-