Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1924, Blaðsíða 72
230
Helgi Pjeturss:
IÐUNN
hann mér að þeir hefðu giskað á 4—500 metra þykt.
Hinn nafnkunni jarðfræðingur prófessor Sollas, gisk-
aði á, þegar rætt var um áðurnefnda ritgerð mína,
að Tjörneslögin mundu hafa verið um 50000 ár að
myndast, ef þyktin væri 500 fet. Geta menn því séð
að ef þyktin á lögunum er þreföld við þetta — ég
gat þess nú raunar í athugahugasemd við ritgerð
mína, að þyktin færi talsvert fram úr 500 fetum —
þá er það býsna löng saga sem pliocenu lögin á
Tjörnesi segja.
V.
Jarðlög þessi á Tjörnesi eru meðal annars svo merki-
leg af því að þau benda ti’ þess, að um mjög langt
skeið hafi hér verið hvíld á eldgosum. Og ef sú hvíld
hefði haldist, þá væri ekki til neitt ísland, heldur að
eins nokkrir eyjaklasar, svipaðir Færeyjum. En í lok
pliocena timans tók aftur til að gjósa hér af miklum
krafti, og síðan hefir að miklu leyti skapast það ís-
land sem vér sjáum. Því að eigi einungis hlóðst þá
upp hin yngri blágiýtismyndan og öll hæstu fjöllin,
heldur er einnig landslagið á eldri hlutunum aðallega
síðan til orðið. í alfræðibókum, má sjá talað um
belti af pliocenu gosgrjóti (pliocene Eruptionsserier)
sem liggi yfir þvert ísland, en slíkt tal byggist á
vanþekkingu. Það má segja með vissu, að hin yngri
blágrýtismyndun og hinar stórkostlegu eldfjallarústir
sem eiga svo mikinn þátt í svipnum á landinu, eru
yngri en pliocenu lögin.
Eitt af þessum fornu eldfjöllum er hið svipmikla
Bláfell við Hvítá. Það er um 1200 metra á hæð og
efsti hnúkur fjallsins er ekki úr móbergi, eins og
sýnt er á jarðfræðisuppdrætti Þorv. Thoroddsen,
heldur úr grjóti sem minnir á gabbro, og storknað
hefir djúpt í jörð. Svo mikið hefir hrunið og grafist
ofan af þessu forna eldfjalli á þeim tugum áraþús-