Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1924, Blaðsíða 31
IÐCNN
Um flulning latínuskólanna.
189
um þeim, sem út af þeim spunnust, og verður því
að eins drepið á einstök atriði málsins. í skýrslu
þeirra Stephensens og Vibe um skólana hér á landi
segja þeir svo um kennarana, að þeir hafi síðari
árin flestir annaðhvort verið lasburða eða nýlega
úlskritaðir úr skólunum hér á landi, og ekki nema
hálflærðir unglingar, er lítils hafi verið af að vænta.
Um lærdóminn í skólunum farast þeim þannig orð,
að flestir komist ekki lengra í latínunámi en það,
að þeir hafa farið yfir nokkrar æfisögur í Nepos, og
ef til vill hafi þeir lesið nokkrar bækur í Eneasar-
kviðu Virgils eða jafngildi þeirra; þó geti þeir hvorki
þýlt þetta á viðunanlegt íslenzkt mál, né gert grein
fyrir skáldfegurð né efni kvæðanna. Stundum hafi
og verið farið lauslega yfir bréf Ovids frá Pontus
en um fjölda mörg ár hafi ekkert verið lesið eftir
Horats. Peir séu taldir hæfir til að ná burtfararprófi
sem komist svo langt í því að snúa íslensku máli á
latfnu, að þeir geti annaðhvort af eigin ramleik eða
með annara hjálp gert latneskan stíl lausan við stór-
feldar málfræðis- eða setningarfræðisvillur, þótt frá-
sneiddur sé hann latneskum málblæ, en sniðinn eftir
norrænu máli. Hinir linustu nái ekki einu sinni þessu
marki, heldur séu stílar þeirra fullir af málvilium,
og þó sé mestum skólatímanum varið til latínunáms.
Lítið segja þeir að skólasveinum hafi verið íþyngt
með grískunámi. Á siðari árum liafi stúdentaefnin
átt að fara yfir nokkurn hluta Nýjatestamentisins á
grísku. En komi lærisveinninn einhverju nafrii á að
þýða fáein vers úr grísku á latínu í tíma, þá þyki
vel að verið, hvort sem sú þýðing hafi verið heima
gerð eða upp úr bók undir borði sveinsins eða í
hendi sessunautar hans. Lítið séu lærisveinarnir
spurðir um föll, tíðir, stofna og rætur orðanna. Peir
sem lengst hafi komist, hafi farið yfir mest alt
Nýjatestamentið, aðrir aðeins 8/r kluta þess, og þeir