Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1924, Blaðsíða 60
218
Friðrik Friðriksson.
IÐUNN
um öldum; hann varð mér sem ímynd sögunnar
með bylgjum og sveipum kynslóðalífsins. Ég stóð
þar grafkyr í góðan hálfan tíma í mikilli andlegri
nautn. Loks reif ég mig með valdi lausan og fór yfir
brúna og gekk áfram, með fram upphlöðnum bökk-
unum fram hjá mörgum brúm. Hafði ég Tiber á
vinstri hlið en á hægri hlið voru mörg stórhýsi, varð
mér einkum starsýnt á Palazzo di Giustizia afarstórt
hús með mörgum myndastytlum að framan, og
Castello di s. Angelo, hið mikla grafhús Hadrians
keisara. Síðan beygði ég frá Tiber og áður en ég
vissi af var ég kominn inn á hið hringmyndaða
svæði, Piazza di s. Pietro. Á miðju svæðinu stendur
afarmikill Obeliski og sinn til hvorrar hliðar tveir
stórir gosbrunnar, er gjósa afarmiklu vatni. En beint
fyrir framan mig reis upp tramhliðin á sjálfri Pét-
urskirkjunni. í fyrstu fanst mér ekki til um stærð
hennar, en seinna komst ég að raun um, hve mikið
það hús er. Ég skal ekki reyna að lýsa henni. Ég
læt mér nægja að segja aö ég sá fljótt að ekki veitti
af nokkrum mánuðum til þess að skoða hana dag-
lega, ef takast ætti að sjá hvað eina til hlýtar. Ég
vil heldur ekki rej'na að lýsa tilfinningum mínum er
ég dvaldi í þessu mikilfengasta musteri Guðs kristni.
í 11 daga var ég í Róm og var mér hver dagur-
inn öðrum Ijúfari. Ég var eins og í draumi eða
leiðslu. Ég hagaði mér ekki að neinum »turista«sið ;
valdi mér fáa ákveðna staði til þess að skoða, en
lét hitt eiga sig. Eg var hér um bil alt af einn og
fór mér hægt að öllu, en naut þess betur lífsins. Ég
átti hina ágætustu daga á hótelinu; fólkið var gott
og alúðlegt, og vildi alt gera manni til hæfis. Hver
dagurinn var öðrum unaðslegri. Sólskin næstum því
á hverjum degi, að eins einn dag síðdegis var stór-
feld rigning. Einu vonbrigðin voru þau að hitinn var