Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1924, Blaðsíða 14
172
Sigurður Nordal:
IÐUNN
innar, brökk tæplega við. Þegar ég gekk í burtu, hélt
ég hálfvegis, að nú væri hann í svipinn sannfærður
Búddhatrúar-maður, og eflaust heíir hann heldur
ekki í það sinn fundið, hversu ástæðum mínum yrði
hrundið. — Þegar ég var genginn burtu, settist hann
niður í þungum þönkum og yrkir eitt af sínum
fegurstu og trúuðustu kvæðum:
Guð minn, guð, ég hrópa
gegnum myrkrið svarta o. s. frv.
Kvæði þetta er erfitt að skilja, nema tildrög þess sé
kunn«.
Aðalatriðin í því, sem gerzt hefir í sálarlífi síra
Matthíasar, virðast vera þessi: Fyrst kemur nýr boð-
skapur, sem tekið er með alúð og góðum vilja, enda
er það eina leiðin til viðunandi skilnings á hverri
nýjung. Að lesa og hlusta með sívakandi tortrygni
(eða dómgreind, sem kölluð er, þegar þessi aðferð
er lofuð) er álíka vitlaust og að ætla sér að melta
matinn í munninum. Fyrsta stigið er að skilja sem
bezt. — Næsta stigið er að láta sálarlífið um, hve
mikið það getur samlagað sér af nýjunginni. Venju-
lega fer sú sundurgreining fram hægt og ósjálfrátt.
En síra Matthías varð þarna fyrir harðri árás, og
trúin, sem íylti grunn sálar hans, brauzt fram eins
og fljól, sem hefir verið stífiað. Það varð í einu
trúarsigur og skáldlegur innblástur. En fljótið ber
stiflunnar merki: Það hefir fengið meira afl og hraða
en það á að sér, og flökin úr stíflunni fljóta í
strengjuin þess. Ef vel er að gætt, eru nokkrar minjar
samtalsins í þessu trúarkvæði: vonarsnauða vizkan
sem »neitar sérleik sálar, segir gjörvalt deyi« — það
er stíflan, sem rofin var; blekkingin (fyrir veika vit-
und, vélta margri blekking) er Maya; og einmilt yfir
síðustu og fegurstu vísuorðunum: