Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1924, Blaðsíða 28
186
Jóh. Sigfússon:
IÐUNN
um skólamál íslands, en í henni var Jón Eiríksson
einn meðal annara, fékk tillögur þessar til umsagnar;
leggur hún á móti þeim, og vonar að Cancellíið
fallist ekki á þær, og biður um að Hólaskóla sé rétt
hjálparhönd.
Þó sofnaði sameiningarmálið ekki við þetta, því að
árið 1786 skrifaði Levetzow stiftamtmaður Cancelliinu
um það. Telur hann hag Hólaskóla þannig komið
vegna fjársýki og harðinda undanfarinna ára og þar
af leiðandi kúgildafellis, að engin von sé til, að hægt
sé að halda skólanum í því horfi, sem til sé ætlast.
í*ennan vetur muni ekki verða haldnir nema 9 öl-
mususveinar í skólanum og geri biskup þó ráð fyrir,
að jarða-afgjöldin muni ekki hrökkva tii að standast
nauðsynlegan kostnað, þótt reynt sé eftir föngum að
draga úr kostnaði við skólahaidið. Sjái hann því
ekki annað ráð vænna, til þess að hægt sé að taka
í skóla viðlíka marga sveina úr Norðurstiftinu og
verið hafi, en að Hólaskóla sé steypt saman við
skóla þann, sem konungur hafi boðið að settur sé í
Reykjavík; gerir hann ráð fyrir að við þetta muni
geta sparast upp að 1000 rd. á ári. Honuin þykir
ekkerl verða sett út á Reykjavík sem skólasetur, og
stingur það mjög í stúf við skoðun þeirra manna,
sem andvígir voru skólaflutningnum og samsteypunni,
og reyndar því sem raun varð á, þótt þar megi að
visu fleira um kenna en staðnum og staðháltum.
Ein af tillögum stiftaintmanns var sú, að jarðir
Hólastóls væru seldar, eins og Skálholtsjarðir, og
Hólabiskup settur á föst laun, eins og biskupinn í
Suðurumdæminu.
Þegar Cancellfið hefir fengið þessar iillögur stift-
amtmanns, ritar það honum og biður hann að leita
álits þeirra Árna biskups Þórarinssonar og Stefáns amt-
manns Thorarensens um málið, og gerir hann það.
Eins og vænta mátti, voru undirtektir þeirra undir