Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1924, Blaðsíða 73
IÐUNN
Undirstöðualriði i jarðfræði íslands.
231
unda sem liðin eru síðan það bafði fulla hæð, að
mér virðist ekki ólíklegt að það hafi getað verið á
hæð við Öræfajökul. Hraun sem frá því runnu í
dali ofan, eru nú í fjallabrúnum, svo langt er siðan
það gaus. Er það fjall, sem fróðlegt væri að rann-
saka vandlega.
VI.
Á pleistocenu öldinni hafa hér stórmikil tíðindi
orðið, bæði i eldgosum og veðurfarsbreytingum, en
skjalasafnið frá þeim tíma er hin yngri eða pleisto-
cena blágrýtismyndun með millilögum, og veit ég
ekki til þess, að annarstaðar sé kunnug jafn stór-
kostleg jarðmyndun af því tagi. Og af þeirri ástæðu
er það sem tekist gat að tefja fyrir því, að þær
uppgötvanir, sem leitt hafa þetta í ljós, yrðu svo
kunnar sem skyldi. því meir sem einhver þekking-
arauki stingur i stúf við það sem áður var kunn-
ugt, því erfiðara er að ryðja honum til rúms, og
þeim mun auðveldara að spilla fyrir þegar sliku er
beitt.
íslenskir náttúrufræðingar hefðu þurft að vera
samtaka í að vekja eftirtekt á hinni yngri blágrýlis-
myndun, bæði visindanna vegna, og eins sérstaklega
íslands vegna, því að ekkert sem enn þá er kunn-
ugt orðið um náttúru íslands, er eins vel fallið og
hún til að efla áhuga á að rannsaka landið. Fram-
tlðin mun leiða það í ljós, hvort mér skjátlast svo
mjög í þeirri ágiskun, að ekki mundu færri en 40—
50 jarðfræðingar hafa komið hingað síðan um alda-
mót, til þess að skoða hin nýju rannsóknarsvæði,
sem hér hefir verið nokkuð af sagt, ef samtök hefðu
verið. Og ég er að vona, að í þeim efnum muni
framvegis betur verða en verið hefir hingað til. Og
að endingu mætti minna á þau sannindi, að ein-
ungis sá, sem vit hefir til að meta það, sem best