Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1924, Blaðsíða 32
190
Jóh. Sigfússon:
IÐUNN
sem skemst hafi komist, yfir guðspjöllin einsaman.
Þess ber þó að geta, að einstakir lærisveinar í báð-
um skólunum hafi af eigin hvöt og eigin ramleik,
farið yfir meira en hér hefir verið nefnt; þeir hafi
t. d. fengist við latneska versagerð. Þeir segja, að
mestur tíminn gangi til utanað lærdóms úreltra
skólabóka, sem of erfiðar séu fyrir byrjendur; þeir
kvarta yfir, að mesta flaustur sé á ailri kenslunni
og meira sé hugsað um að koma piltum sem fyrst
úr skólunum, til að rýma fyrir öðrum nýjum, en að
veita þeim næga og staðgóða þekkingu. Fara þeir
enn nokkrum orðum um kenslu fornmálanna, en
enda svo umtalið um þetta með þeim orðum, að
fegnir vildu þeir fyrir hönd íslands hafa skifti á
hinni rýru Iatínu kunnáttu prestanna, og fá í þess
stað meiri gleðiblæ yfir huga þeirra og hugsanir,
minna af hleypidómum, meiri og margbreyttari þekk-
ingu, og meiri háttprýði. Litið láta þeir yfir því,
hvað kent hafi verið i guðfræði annað en áður hefir
verið nefnt. í sögu segja þeir, að til skamms tíma
hafi verið kend fáein skrifuð blöð á latínu um hin
4 fornríki, en ekkert úr ættjarðarsögunni, og munu
þeir þar eiga við Danmerkursögu, og megi heita að
svo sé enn. í landafræði hafi verið til skamms tima
kendur stuttur útdráttur a latínu, þar sem að eins
séu talin upp lönd í Norðurálfunni og höfuðborgir
þeirra, en nú sé nýtekið að kenna stutt landafræðis-
ágrip eftir Sommerfeldt. Kenslu í talnafræði fái kenn-
ararnir í hendur einhverjum lærisveina og eigi hann
að segja til þeim, er hana vilji læra, en sjaldnast séu
kennararnir viðstaddir, er sú kensla fari fram, þess
vegna kunni fæstir þeir, er útskrifast, fjórar höfuð-
greinir talnalistarinnar i heilum tölum, hvað þá
meira; þeir einir komist lengra i reikningsnámi, sem
hafi sérstaka löngun til þess, og verði þeir þá sjálfir
að sjá sér fyrir kenslu. Um söngkensluna segja þeir,