Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1924, Síða 25
IÐUNN
Um llutning latínuskólanna.
183
fór með hann og Jón Árnason; skólaráðsmenskan
reyndist honum ofurefli, og eftir nokkur ár varð
hann að láta af henni, kominn í kröggur og skuldir,
en staðurinn kominn í kaldakol, þó átti hann síst
alla sök á því. Skaftáreldarnir, og jarðskjálftarnir
miklu í ágústmánuði 1784, áttu drjúgan þátt í þessu.
Við jarðskjálftaná skektust staðarhús i Skálholti svo
og féllu, að hinn gamli biskup og annað slaðarfólk
varð um stund að liggja í tjöldum. Hjálpaðist nú
margt að því, að skóli varð eigi haldinn í Skálholti
veturinn eftir, skorti þar bæði matföng ogeldivið, en
húsin brákuð og brömluð. Okjör þau sem yfir höfðu
•dunið leiddu til þess, að með konungsbréfi 29. april
1785 var svo fyrirskipað, að flytja skyldi skólann frá
Skálholti til Reykjavikur, og tók hann þar til starfa
í nýreistu skólahúsi haustið 1786.
Regar svona var komið hag skólanna, var sist að
furða, þótt sumir færu að hugsa, að hér mundu
kákbreytingar koma að Jitlu haldi, heldur yrði að
reyna stórbreytingar.
í kirkjuskipunarlögum Kristjáns III. er gert ráð
fyrir tvennskonar lærðum skólum: ófullkomnari skól-
um með tveimur kennurum og tveimur bekkjum,
og öðrum með fleiri kennurum og fullkomnari bekkja-
skipun. íslensku skólarnir höfðu fram að þessu ekki
komist hærra en að vera tvískiftir og með tveimur
kennurum: rektor og konrektor.
Fyrir flestum sat við lærdóm þann, sem þeir fengu
i skólum þessum, því að langtum færri voru þeir,
sem sigldu til háskólans til frekara náms, þótt Friðrik
II. skipaði svo fyrir, að íslenskir stúdentar, er til
háskólans kæmu til vísindaiðkana, skyldu njóta hins
svo kallaða kommunitets eða klausturs, er svarar til
þess, sem síðar hefir verið nefnt Garðvist eða Garðs-
styrkur, og þótt Kristján IV. hvetti íslendinga til að
sigla til háskólanáms.