Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1924, Page 30
188
Jóh. Sigfússon:
IÐUNN
fjalla um skólamálin og íslandsmál, en engin enda-
lykt kemst á það að sinni. En altaf fer hag skólanna
hnignandi, og var auðsætt, að ekki mátti við svo
búið standa.
Árið 1799 skipaði konungur nefnd, sem meðal
annars átti að íhuga, hvernig skólamálum Islands
yrði kipt í lag, en þau voru þá orðin fullkomin
vandræðamál; sat hún að störfum veturinn 1799—
1800. í nefnd þessa voru skipaðir amtmennirnir
Stefán Thorarensen og Vibe, Magnús lögmaður Step-
hensen og leyndarskjalavörður Grímur Thorkelin
justitsráð. þegar frá upphafi var það ólíklegt, að
nefndarmennirnir mundu geta orðið sammála um
skólamálin, þar sem ganga mátti að því vísu, að
þeir Stefán Thorarensen og Magnús Stephensen
mundu verða ósammála, Stefán vilja halda skólanum
á Hólum og fá hann bættan þar, en Magnús láta hann
fluttan suður og sameinaðan Reykjavíkurskólanum,
því að eina ráðið til að fá skólakenslu aukna og
bætta hér í landi mundi vera, að hafa einn skóla
og láta tekjur beggja skólanna renna til hans. Báðir
voru þessir menn stórbrotnir kappsmenn, enda fór
svo, að í hart sló á nefndarfundunum, og loks slitn-
aði upp úr allri samvinnu og nefndin klofnaði með
öllu; annars vegar var Stefán amtmaður og Thorkelin,
en hins vegar Vibe amtmaður og Magnús Stephensen.
Sömdu nú hvorir um sig löng álitsskjöl; þó voru
skjöl þeirra Magnúsar Stephensens miklu lengri, og
mun hann hafa átt mestan þátt í samning þeirra;
kom þar fram sem oftar hinn dæmafái dugnaður
Magnúsar og kapp hans eða jafnvel ofurkapp við að
fylgja málstað sínum. I skjölum þessum er margan
fróðleik að finna um skólana fyr og síðar, hag þeirra
og bollaleggingar um framlíð þeirra.
Það yrði alt of langt mál, að fara í greinarkorni
þessu, að rekja efnið f skjölum þessum og álitsskjöl-