Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1924, Side 62

Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1924, Side 62
220 Friðrik Friðriksson: IÐUNN alt öðru vísi en bjá samskonar fólki t. d. í hafnar- bæjunum á Englandi, eitthvað snyrtilegt innan um allan ræflaskapinn. Yfirleitt gast mér vel að alþýðu- fólki þar. Eg verð nú að fara fljótt yfir sögu rúms og tíma vegna. þess vegna vil ég nú snúa mér að því sem mér þótti mest um vert og gjörði mér þessa daga í Róm ógleymanlega. En það voru kynni þau, er ég hafði af kirkjulífi og klerkadómi í Róm. Alt það átti ég að þakka því að ég komst i kynni við einn á- gætan mann við Páfahirðina. Pað var kammerherra Christofer de Paus. Hann er norskur að ælt og aðli og mikill Skandinavavinur. Hann er einnig mikill íslandsvinur og fylgir með athygli því, er hér gerist. Hann er maður mjög glæsilegur og mentaður vel. Ég hafði meðferðis bréf, sem Præfect Meulenberg var svo góður að gefa mér og þar að auki hafði ég kveðju til kammerherrans frá Sveini sendiherraBjörns- syni. Daginn eftir að ég kom til Róm heimsótti ég kamm- erherrann og tók hann mér opnum örmum. í sam- talinu spurði hann mig að, hvort mig langaði ekki til að sjá Páfann og sagði ég sem var að mérmundi þykja daufleg Rómaferð án þess og spurði, hvort þess mundi nokkur kostur. Kammerherrann taldi eng- in tormerki á því að ég fengi »audience generale« (áheyrn ásamt öðrum), en fremur óliklegt að ég fengi einka áheyrn. Eg sagði að slíkt dytti mér ekki í hug, þar sem ég auðvitað hefði ekkert það fram að bera, sem rétt- lætt gæti slíka beiðni, en hitt þætti mér bæði merki- legt og fróðlegt að sjá hvernig slík almenn móttaka færi fram, og að sjá yfirhirði hinnar kaþólsku kristni. Feldum við svo það tal niður. Daginn eftir fékk ég tilkynningu frá yfirkammerherra hirðarinnar uin það að mér yrði veitt móttaka næsta mánudag, sem var

x

Iðunn : nýr flokkur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.