Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1924, Blaðsíða 74
232
Helgi Pjeturss:
IÐUNN
hefir verið gert á einhverju rannsóknarsviði, og
drengskap til að viðurkenna það, mun sjálfur jafn
vel gera eða betur.
19. des. ’23.
Visnakver Fornólfs. 1923. Ársæll Árnason. Myndir
ettir Björn Björnsson.
Að ýmsu leyti er þetta merkilegasta Ijóðabókin, sem
komið hefir á islenzkan markað um nokkurt skeið.
Nýtt skáld kemur hér fram, en ekki eins og tiðkast nýtt
skáld með fálmi og fumi viðvaningsins og hálfleik ung-
lingsins. Hér bendir nafnið Fornólfur á, að karli þeim
muni vera grön sprottin, og kvæðin eru ekki heldur lengi
að segja til sín. En ofan á það bætist, að Fornólfur er
helzt til stórskorinn og auðkennilegur til þess, að geta
leynst á ekki stærra heimili en ísland er.
Kvæðabók þessi er algerlega mótuð af hinum stóru
sögulegu kvæðum, sem taka upp mestan part hennar. Eru
smærri kvæðin aftan til í bókinni þó engan veginn léleg.
Eldheit ættjarðarkvæði eru þar, ort í hitanum 1907. Kann-
ast ég þar við kvæði, sem ég las þá í blaði og vissi ekki
um höfund að fyrr en nú er ég rekst á það hér hjá Forn-
ólfi. En eitthvað hefir fest kvæðið svo í huga mér, því að
annars er ég ekki minnugur á slík blaðakvæði að öllum
jafnaði. — í öðru kvæði er þessi vísa, er mér þykir lýsa
miklu vandlæti fyrir fósturjörðina: