Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1924, Blaðsíða 17
IÐUNN
Völu-Steinn.
175
Pað var sjónarsviðið fyrir framan hann, sandarnir
með Hagafitinni og Breiðafjörður. Hún rakti örlög
goðanna, frá sakleysi og afrekum til eiðrofa og spill-
ingar. Og þó var jörðin fögur á þessari döggsælu
vornótt:
Ask veit ek standa,
heitir Yggdrasill,
hár baömr ausinn
hvita auri;
paðan koma döggvar,
pærs í dala falla,
stendr æ yfir grænn
Urðar brunni.
En þó að forlögunum verði frestað, kemst enginn
fyrir þau. Vitsmunir Óðins geta ekki afstýrt vígi
Baldurs. Skáldið hugsar um Ögmund — og honum
er málið svo viðkvæmt, að hann nefnir ekki vígið
sjálft. Hann grætur með Frigg, en hann kveður
vægðarlaust upp refsidóminn yfir Loka, meinsæris-
mönnum og morðvörgum. Saga heimsins heldur á-
fram, öllu er lýst með atvikum úr norrænni trú og
myndum úr íslenzkri náttúru. Hann heyrir við og
við orð völunnar um sjálfa sig:
Fjölð veit ek frœða,
fram sé ek lengra
of ragna rök
römm sigtíva.
Skáldið tekur þátt í síðasta bardaga goðanna, end-
urminningar um ægilegustu náttúruatburði, sem hann
hefir lifað, vefjast innan um:
Sól tér sortna,
sökkr fold í mar,
hverfa af himni
heiðar stjörnur;