Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1924, Blaðsíða 5
IÐUNN
Völu-Steinn.
163
kristniboð Þangbrands hafi gagntekið hann og skipað
reynslu hans og íhugunum í kerfi. Eg hef kveðið svo
að orði, að ef til vill vissum vér meira um hann en
nokkurn annan norrænan mann fyrir 1100, að Agli
einum untanteknum, af því að vér þektum lífsskoðun
hans, sagða með hans eigin orðum.
Nú erum vér engan veginn ókunnugir á íslandi i
lok 10. aldar. íslendingasögur lýsa fjölda manna frá
þeim tíma og marka einkenni þeirra glögglega. I*ær
koma að vísu misjafnt niður, svo að sum héröð eru
sögulaus, en þar brýnir Landnáma úr skörðin, svo
að yfirlitið yfir mannval íslendinga á 10. öld verður
furðanlega fullkomið. Við þetta bætist, að sennilegt
er, að höfundur Völuspár hafi ort dróttkvæði. Ekkert
Eddukvæði er dróttkvæðunum skyldara að formi
(ávarpið í upphafi kvæðisins, stef), smekk og ein-
stökum orðatiltækjum. En nöfn þeirra skálda fylgdu
kvæðum þeirra og vísum. Er það nú líklegt, að höf-
undur Völuspár, einhver merkilegasti maður, sem
norræni kynstofninn hefir alið, hafi leynzt svo í birtu
sjálfrar sögualdarinnar, að engin saga geti reynslu
hans að neinu, að ekkert vísubrot annað sé varðveitt
eftir hann? Það er nærri því óhugsandi. En þá er
að svipast um meðal íslendinga á síðasta áratugi 10J
aldar, og vita hvort mynd sú, sem kvæðið bregður
upp af höfundi sínum, verður talin líkjast nokkrum
þeirra.
Hér er enginn kostur þess að telja upp alla þá
menn, sem mér finnast ekki geta komið til mála.
Það geta þeir gert, sem vilja benda á annan mann
jafn-líklegan eða líklegri. Maðurinn, sem mér hefir
dottið í hug, er hvorki hirðskáld né söguhetja, en
þrátt fyrir það hefir hann ort dróttkvæði og vér
vitum nokkur skil á honum og æfi hans. Það er
Völu-Steinn í Vatnsnesi í Bolungarvík.