Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1924, Blaðsíða 10
168
Sigurður Nordal:
IÐUNN
sem fólgin eru í Landnámu, og ritöldin hefir ekki
fært sér að fullu í nyt. Hin stutta saga Ólafs belgs
er í einu brosleg og átakanleg: »Óláfr belgr, er Ormr
enn mjóvi rak á brott ór Óláfsvík, nam Belgsdal ok
bjó á Belgstöðum, áðr þeir Pjóðrekr ráku hann á
brott. Síðan nam hann inn frá Grjótvallarmúla ok
bjó í Óláfsdal«. Það er ekki liklegt af þessari frá-
sögn, að þeir feðgar hafi verið miklir skörungar, og
Þorvaldur hefir ekki mátt sin mikils móli ójafnaðar-
manninum Þórarni gjallanda. Ögmundur virðist ekki
hafa tekið sökina á hendur Þórarni af ásælni, heldur
af drenglyndi og réttsýni. í honum hefir ekki verið
ills þegiis efni vaxið, fremur en Böðvari Egilssyni,
og ást föður hans hefir verið mikil og heit. Það er
full ástæða til þess að ætla, að persónuleg reynsla
hafi gert höfundi Völuspár sérstaklega hugstætt, hví-
líkur glæpur eiðrof og griðrof væri, þar sem hann
lætur griðrof goðanna marka timamót í sögu heims-
ins. Nú var Ögmundur veginn á þingi, líklega vopn-
laus og ugglaus í sjálfri þinghelgi. Þetta voru grið-
rof, sem föður hans hlutu að vaxa mjög í augum í
harmi sínum.
Landnáma getur ekki neinna hefnda eftir Ögmund,
þó að líklegt sé, að þær hafi fram komið. En hún
segir frá helstríði því, er Steinn bar eftir son sinn.
í því atriði fer saman saga hans og Egils Skalla-
grímssonar: sálarlíf þeirra er svo rikt, að harmur
og hugstríð getur borið þá ofurliði. Gestur gefur
sama ráðið og Þorgerður Egilsdóttir fann, enda mun
honum hafa verið sú saga fullkunnug af frásögn
Þorgerðar sjálfrar: að létta treganum með því að
yrkja úm hann. Eitt af mörgu, sem vér eigum Snorra
Slurlusyni að þakka, er að hafa varðveitt frá glötun
þessa vísuhelminga úr Ögmundardrápu. Þó að ekkert
yrði annað af þeim ráöið um samband Völu-Steins
og Völuspár, en að hann hefði ort dróttkvæði, ort