Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1924, Blaðsíða 27
IÐUNN
Um flutning latínuskólanna.
185
nytsemi jurtanna, og þeim sem útskrifast, nauðsyn-
legustu atriði yfirsetufræðinnar. Hugsar hann sér að
fjórðungslæknirinn í Norðurstiftinu gerði hið sama á
Hólum; býst hann þó við, að þessu verði ekki við
komið. Telur hann því æskilegast, að komið væri
upp hér á landi námsstofnun (seminarium), þar sem
hin æðri vísindi séu kend.
Landsnefndin sjálf er á því, að Reykjavík verði
höfuðstaður landsins, og að þangað flyttist landsyfir-
rétturinn og lögmaður, þá mundi það og hagkvæmt
að Skálholtsbiskup og Skálholtsskóli flyttist til Reykja-
víkur eða þangað í grendina. Þá kemur hún og með
þá tillögu, að sökum landsföðurlegrar umhyggju
konunungs fyrir íslandi væri það maklegt, að Reykja-
vík væri nefnd Kristjánsvík og Akureyri (0 jord)
Kristjánsfjörður.
Þessar tillögur og aðrar fleiri benda til þess, að
fjölfræðisstefna og nytsemdarstefna þessara tíma er
farin að teygja upp höfuðið hér á landi, og að sá
slormur er í aðsigi, sem skömmu síðar feykti stólum
og skólum til Reykjavikur.
Þegar afráðið hafði verið, að ílytja Skálholtsskóla
til Reykjavíkur, ritaði Ólafur Stephensen frá Innra-
Hólmi, tillögur um að sameina Hólaskóla skólanum
sunnanlands. Telur hann líklegt að einn skóli í
Reykjavik, muni reynast landinu gagnlegri en tveir
skólar, eins og nú hagi til. Fjársýki, eldgos og harð-
æri hafi komið stól og skóla á fallanda fót, og muni
verða að hlaupa undir bagga með drjúgu fjárfram-
lagi úr konungssjóði, eigi ekki alt að hrynja um koll.
En við sameining skólanna gerir hann ráð fyrir að
nægt fé muni fást, til að gera hinn sameinaða skóla
fullkomnari en skólarnir hafi hingað til verið hér á
landi, og að ráð muni verða á, að skipa 3 kennara
við skólann í staðinn fyrir 2 sem áður hafi verið.
Nefnd sú sem þá sat í Danmörku og var að fjalla