Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1924, Blaðsíða 75
IÐUNN
Ritsjá.
233
Standi fyrr i einum eldi
allur barmur þessa lands
en það lúti annars veldi
eða kúgun harðstjórans;
fyrr skal hyrr um rjáfrin rjúka
og rofin hrynja’ i tóftirnar,
brend til ösku fjöllin fjúka
og flæða yflr rústirnar.
Býst ég við að nokkur leitun sé á öllu meiri hita og krafti,
en í þessari vísu. Voþna Teitur og Einar sjór verða ó-
gleymanlegir eftir að Fornólfur heflr dregið þá uþp og
hlýlegar verður varla ort, en hann kveður til »Minnu«
sinnar gömlu. Rúmið leyfir ekki að geta hvers eins, en
ekki má ganga alveg fram hjá hinu snildarlega latinu-
kvæði til G. M. og enn þá snildarlegri jþýðingar.
En sögukvæðin eru það, sem bera bókina uppi: Björn
Guðnason og Stefán biskup, Ögmundur biskup á Brimara
Samson, Visur Kvæða Önnu og Mansaungur Svarts á Hof-
stöðum um Ólöfu Loptsdóttur, þessi kvæði eru hvert öðru
ágætara að rimsnild, efnisvali, sögulegum blæ og meðferð
allri. Slik kvæði yrkir enginn nema hann sé bæði skáld
og visindamaður. Pað er eins og andi að manni einhverj-
um gustí langt framan af öldum. Fornólfur hefir virkilega
dvalið þar langdvölum, hann þekkir þetta fólk og þann
aldaranda sem það lifði við, og kemur með persónuleg
boð frá þeim. Mansöngurinn um Ólöfu er lengstur (yfir
40 bls.) en visur Kvæða-Önnu eru ef til vill allra beztar
kvæðanna frá upphafi til enda, þótt þær séu stytstar.
Forspjallsorð II er afbragðs kvæði, og lýsir höfundinum,
kærleika hans á hinum fornu yrkisefnum og æflstarfl hans
svo meistaralega, að varla verður fram úr komist. Pro-
logus að Birni Guðnasyni og Stefáni biskupi er einnig
afburða vel gerður og lýsingarnar skarplegar. — Væri
gaman að skrifa um þessa bók langt mál ef húsrúm Ið-
unnar væri meira en er.
Bókin er prýdd mörgum prýðilegum pennateikningum
eftir Björn Björnsson gullsmið. Pað er ekki heiglum hent
að draga með penna svo vel fari, en Birni hefir ekki orðið