Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1924, Síða 29
iðunn Um ffutning latínuskólanna. 187
málið eigi ljúfar. Þeir segja að Hólastóll og skóli séu
æfagamlar stofnanir, sem reistar haii verið og haldið
við af gjöfum góðra manna, og þykir þeim það auð-
sjáanlega sýna litla ræktarsemi, að leggja niður
stofnun, sem þannig sé tilkomin; þeim þykir það
eigi heppilegt, að Reykjavíkurskóli sé gerður að einka-
mentastofnun alls landsins; þá verði þess að gæta,
hversu örðugt það sé fyrir skólasveina sumstaðar úr
Hólastifti að sækja skóla í Reykjavík, og þótt hagur
Hólaskóla sé nú erfiður, muni inega rétta hann við,
þóknist konungi að veita til þess fram undir 3000
rd. styrk. En sé sú tilætlunin að auka skólalærdóm
í Iandinu, þá megi eigi síður setja lektor á Hólura
«n í Reykjavík. Stiftamtmaður sendi Cancellíinu nú
þetta álitsskjal þeirra amtmanns og biskups, og leit-
ast jafnframt við að hrekja mótbárur þeirra gegn
skóla-sameiningunni. Hann játar það, að skóli hafi
lengi staðið á Hólum, en eigi sé það sönnun fyrir
því, að haganlegast sé, að hann sé þar um aldur og
æfi. Ekki verði heldur sagt að Reykjavíkurskóli fái
einkaleyfi til að kenna skólalærdóm, þótt Hólaskóli
sé lagður niður, meðan öðrum sé ekki bannað að
kenna skólalærdóm, og þó að stólsjarðirnar hafi upp-
runalega verið gefnar stólnum, þá hafi konungur vald
til að skipa fyrir um þær á þann hátt, seui hann
telji að mestu gagni megi verða. Lítið gerir hann úr
erfiðleikunum tyrir skólasveina úr Norðurstiftiuu að
sækja Reykjavíkurskóla, þeir séu ekki öllu meiri en
fyrir þá sem lengst eiga að sækja úr Skálholtsstifti.
Loks hefir stiftamtmaður litla trú á, að fjárstyrkur sá,
sem þeir nefna, muni nægja til að rétta skólann við
og er hræddur um að aftur geti sótt í líkt horf og
verið hafi, og sömu vandræðin, sem verið hafi með
skólahaldið, muni aftur steðja að.
Næstu árin er skólamálið á hrakningi milli stjórn-
arinnar og nefnda þeirra, er skipaðar voru til að