Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1924, Side 16

Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1924, Side 16
174 Sigurður Nordal: IÐUNN í leiðslu í veizlunni, þar sem Þangbrandur með styrk trúar sinnar vinnur sigur á berserknum, og hann lætur prímsignast eins og Gestur, án þess að festa verulega hugann við það. En undir miðnættið gengur hann frá mungátinu og veizluglaumnum út í bjarta vornóttina. Döggin úir á grasinu í kringum hann. Fyrir fram- an hann blasir við Breiðafjörður, og í suðri blánar Snæfellsnesið og jökullinn. Kvöldkyrðin gagntekur hann, hann verður aftur barn íslands, barn æsku- trúar sinnar, barn móður sinnar. Æsir fylkja sér aftur í huga hans, hann getur ekki varpað þeim frá sér, ekki hætt að trúa á þá, þó að þeir sé ekki eini, ekki síðasti veruleikinn. Ef til vill hafði hann aldrei unnað þeim meir, aldrei íundið betur, hvað áslgjöf Óðins, skáldskapurinn, hafði verið honum mikils virði á örðugustu stundum lífsins, en nú, eftir hina skilningslausu árás kristniboðans. Hugsunin um dóms- dag brauzt fram í myndum norrænnar goðatrúar. Það urðu ragnarök; ekki Kristur í skýjum himins, heldur úlfurinn, sem tryllist fyrir hellismunnanum: festr mun slitna, en freki renna. Eins og druknandi maður sér alla æfi sína í einni heildarsýn, birtist skáldinu nú undir ragnarök útsýn yfir örlög heimsins frá upphafi og um leið ráðning á gátunum. Hann réð ekki við sýnirnar. F*að var völva, sem brá þeim upp fyrir honum, gól þær fyrir hann og allar lifandi verur, að vilja Óðins sjálfs. Hún sýndi fyrsta tómið: vara sandr né sær, né svalar unnir .... gap var Ginnunga, en gras hvergi.

x

Iðunn : nýr flokkur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Iðunn : nýr flokkur
https://timarit.is/publication/442

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.