Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1937, Side 14
8
Næturróður.
IÐUNN
í skjóli hins tekniska öryggis gufar andagt hans upp eins
og dögg fyrir sólu, en um leið og honum er kipt aftur á
bak til frumstæðari vinnuhátta, hverfur öryggiskend
hans, og hann Ieitar sér fulltingis í dularheimi bænanna.
Og manni verður á að spyrja: Er öll öryggisleitin á
svæðum dulaiheimanna nokkurs konar mótvægi móti
hinum grimmu viðsjám hversdagslífsins ? Eru ef til vill
allar skýjaborgir uppbót sálarinnar fyrir ömurleik
þeirra híbýla, sem vér byggjum?
Tökum lítið dæmi: Fyrir hálfri annari öld, eða vel
það, þótti þetta fagurlega kveðið og Iengi síðan: „Um
dauðann gef þú drottinn mér, að dag hvern hugsa megi“.
Þessar hendingar standa enn þann dag í dag í sálmabók-
inni. En nú stóð svo á, að þegar þetta var kveðið, áttu
íslendingar ekkert haffært skip og ekkert hús, er ætl-
anda væri að standa mannsaldur. Engan veg, enga elda-
vél, hvað þá meira.
Nú sé það fjarri mér, að jafna mér á neinn hátt við
hið virðulega sálmaskáld, er svo mælti, enda ekki stafur
eftir mig í sálmabókinni. En árið 1930, er eg gaf út
„Hamar og sigð“, var eg jafn-háður sjónarmiðum minn-
ar samtíðar eins og sálmaskáldið var sjónarmiðum sinn-
ar. Þar standa þessar hendingar meðal annars: „Nú
látum við himnana sigla sinn sjó, en seilumst til annars
og nær, til máttar og tækni, sem málmur oss bjó, til
moldar, sem angar og grær“. Og nú ætla eg að leyfa
mér að setja fram þá fullyrðingu, að sá munur á við-
horfum, sem endurspeglast í þessum tveim vísubrotum,
sé ekki fyrst og fremst fólginn í mismunandi persónu-
legri gerð og skapferði mínu og sálmaskáldsins — á
hinum næsta ófimlega kveðskap okkar beggja geri eg
lítinn mun — heldur á tíðarmun og aðstöðu. Hann á