Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1937, Síða 15
IÐUNN
Næturróður.
9
rætur sínar að rekja til þess munar, sem er á minni
samtíð og hans í skipastól, jarðabótum, húsagerð, út-
flutningsverðmætum, í einu orði sagt: tækni.
Hendingar hins virðulega sálmaskálds túlka bænar-
kvak manna, sem eiga svo bágt, að þeir eru í dauðans
greipum bókstaflega. Hitt er kveðið í lok mestu upp-
gangsöldu í tækni og velmegun, sem yfir þetta land
hefir gengið. Annað er hin spraka hryglurödd hundrað-
ærrar kreppu. Hitt túlkar, — að vísu á mjög ófullkom-
mn hátt — lífsþyrsta frýju og eggjan hinna óbeygðu
manna, sem í svipinn, að minsta kosti, hafa fundið ætt-
land sitt á jörðinni; manna, sem eygja möguleika mann-
legs frelsis og fullkomnunar í hinni háþróuðu tækni nú-
tímans.
Og skerast þá ekki línur óravídda í persónu manns-
ins, sem situr aftur í skut og les? Fleytan er lítil og fjöl-
in þunn, sem skilur í milli afkomu og háska í lífi hans.
A þessari kænu stoðar það hann ekki hót, þó að eitt
sinn færi hann um höfin rakkur og reifur á mótorbát
og gæfi sér ekki tóm til að lesa. Þá gat hann boðið byrg-
mn; nú er hann á valdi allra veðra. Á seinni árum hefir
mér einatt fundist sem allur hinn vestræni maður sitji
i sporum þessa gamla formanns, beygður og uggandi á
valtri fleytu, og lesi töfraþulur, sem hann ekki skilur,
fyrir guði, sem hann veit ekki deili á.
Næstu áratugi fyrir styrjöldina miklu gekk yfir allan
hinn vestræna heim stórkostlegt útþenslu- og uppgangs-
tímabil. Iðnaðartækninni fleygði fram í risastökkum.
Framleiðslan jókst gífurlega, neyzla og þarfir almenn-
mgs að sama skapi. Evrópa lagði allan heiminn undir
SI8 sem markaðssvæði fyrir iðnað sinn. Allar stéttir
bjóðfélagsins, einnig verkamennirnir, voru með í þessari
framsókn og nutu góðs af henni. Stórhugur og áræði