Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1937, Page 17
IÐUNN
Næturróður.
11
aðist af stéttabaráttu verkalýðsins og bættum kjörum
hans og borgaralegu frjálslyndi, sem hvíldi á velgengni
hávirðisáranna og hinnar gífurlegu iðnaðar- og verzlun-
arútþenslu. Og nú er komið á þriðja stigið, stig ríkis-
auðvaldsins. í æ ríkara mæli tekur ríkisvaldið hagkerfi
þjóðanna í sínar hendur, brýtur undir sig öll yfirráð um
framleiðslu, verðlag og verzlun, alt það, sem áður þótti
heppilegast að einstaklingurinn hefði með höndum. Hug-
tök eins og „athafnafrelsi“ og „framtak einstaklingsins“
eru í framkvæmd stórþjóðanna eins og afturgöngur úr
týndri veröld, sem menn eru bæði hættir að hræðast
og taka alvarlega.
Af þessu leiðir annað:
Hin alþjóðlega vinnuskifting, sem markaði útþenslu-
tímabilið og var að verulegu leyti undirstaðan að vel-
megun þess, er raunverulega liðin undir lok. Hvert land
er eins og víggirt borg, sem vakir með byssukjöftum
yfir verðmætum sínum. Víðast um lönd hefir almennri
velmegun hrakað um nálega þriðjung síðan á hávirðisár-
unum. Og í hildarleiknum um þrönga og kaupgetulitla
markaði er barist með öllum ráðum. Tollum, hömlum,
takmörkunum og bönnum, ógnunum og refsingum. En
jafnframt eru þjóðirnar einangraðar, hraktar aftur á
bak til frumstæðra úrræða, takmarkaðra möguleika, til
harðréttis liðinna kynslóða við heimafenginn bagga. —
Gamlar töfraþulur um ágæti hans og hollustu, sem for-
feður vorir rauluðu til að slæva með sultinn, eru vaktar
upp til virðingar á ný og heilags átrúnaðar, þó að þær
væru orðnar kerlingabók ein og hindurvitni í augum
þeirra, sem kunnu betur að búa.
En meðan þessu fer fram, hefir menningin hamskifti.
Hún var áður framvirk og heimanfús, nú gerist hún
afturvirk og innhverf. Aður Iágu sporin til alþjóðlegrar