Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1937, Síða 19
IÐUNN
Næturróður.
13
af íslandi, og ber tvent til þess. í fyrsta lagi þaS, að
um atvinnuháttu, samgöngur og menningu höfum vér
íslendingar ávalt lifaS í einangri. í öðru lagi það, að
fæS landsmanna, fátækt þeirra og íborin vanmáttar-
kend setti framsóknaröld íslands, stórhug þess og frjáls-
hyggju af eðlilegum orsökum nærtæk og smávaxin mark-
mið. Þegar að kreppir, eigum vér því að eins úr lágum
söðli að detta, þar sem aðrar þjóðir hafa hrapað úr há-
um himnum.
Og þó bregður fyrir evrópiskum stórhug og víðfeðmri
hyggju í sýnum beztu skálda þessarar aldar á íslandi.
Einar Benediktsson sér í íslendingnum Væringja nútím-
ans, sem finnur hlutverk sitt í mönnuðu, stórbrotnu
glæsilífi ,,með víkingum andans um staði og hirðir“,
heldur til jafns við hinn bezta, vitur, snarráður og full-
borinn keppinautur í hverri raun. Hér er stýrt í huga
eftir almennum evrópiskum sjónarmiðum. En stökkið
aftur á bak verður bezt mælt með því að bera saman
Dalakofa Davíðs Stefánssonar og Væringja Einars. Dala-
kofi Davíðs er túlkun þeirrar rómantísku, afturvirku,
átthagabundnu hugðar, sem gefst upp og leitar einang-
urs, þegar haustar í svip yfir vestrænni menningu. í
þessu kofaskrifli hallar hún sér til værðar og etur róm-
antiskan hallæriskost af ímynduðum hörpudiskum. Því
alt er þetta gaman ímyndað og þolir ekki glannabirtu
raunhæfrar athugunar. Eins og Einar fór í fylkingar-
brjósti þeirra, sem stýrðu eftir stjörnum vits og áræðis
a stórhuga uppgangsöld, þannig rennur Davíð fyrstur
°g leiðir flóttann, þegar tekið er á rás undan kröfum
°g viðfangsefnum harðskeyttari örðugleika og nýrra
vandamála. Davíð Stefánsson er því merkilegt menn-
mgarlegt tákn, engu síður en Einar Benediktsson, þó að
með öðrum hætti sé. Á síðustu glaumárum stríðsgróða-