Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1937, Side 20
14
Næturróður.
IÐUNN
hákarlanna í Reykjavík, á meSan íslenzka borgarastétt-
in kaupir enn þá togara, á meðan kaupsýslustétt lands-
ins græðir enn þá stórfé og veltir sér í blindri trú á
gullelfi ófriðarins, kveður Davíð við nýjan streng í fyrir-
framgrun þess, er koma mun. Hann bregður upp klið-
mjúkum draumastefjum fyrir eyrum þreyttra og von-
svikinna manna og byrlar þeim ný-rómantiskan óminnis-
drykk, sem eru að halla sér að í einangri eftir menn-
ingarlegan flótta. Einmitt þessa menn sér Davíð Stefáns-
son í ótal sýnum. „Förumannaflokkar þeysa friðlausir
um eyðisand“ er viðkvæði, sem endurtekið er í ótal til-
brigðum. Og ekki fer maður svo með áætlunarbíl upp
í Borgarfjörð, að maður sé ekki kominn innan um hóp
af fólki, sem heldur, að það sé „sælt að vera fátækur“,
ásamt þeirri „elsku Dísu“, sem sýnist vera privateign
hvers farþega. Og á meðan bíllinn stildrar eftir hinum
misgóða vegi fyrir Hvalfjörð, byggjum við „í lyngholti
lítinn dalakofa“ og stöndum yfirleitt í alls konar róman-
tisku búskaparbasli og aðdráttum „hjá lindinni sem minn-
ir á bláu augun þín“.
Ótal kennimörk þessu lík má finna í íslenzkum bók-
mentum og íslenzkri menningu, sem sýna hamskiftin,
stefnubreytinguna, undanhaldið, einangrið.
Og þó verða hér öll mörk skýrari með hinum stærri
þjóðum. Þegar útþensluöldinni lýkur, þegar viðjarnar
herðast að um úrræði og möguleika, þegar afkoman
hrörnar, þegar hinni fjörugu þeysireið framfaranna og
aukinnar velmegunar er lokið, hverjar ástæður sem til
þess kunna að liggja, þá gerist það í stuttu máli, að
maðurinn nemur staðar og spyr í forundran og skelf-
ingu: Hvað gengur á? Hann neyðist til að leita skýr-
inga á hinu óvænta og ókennilega í ástæðum sínum. Nú
er það svo, að allur þorri manna ber nauðalítið skyn á