Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1937, Page 21
ÍÐUNN
Næturróður.
16-
gerð mannfélagsins og lögmál þau, er það lýtur. En
hann finnur því betur, hvar skórinn kreppir að eigin
fæti, og hann þráir að losna við böl sitt og basl, van-
sælu sína og erfiðleika. Hann verður hlustnæmur á skoð-
anir, sem bjóðast til að mæla töfraorðið, sem upplýkur
hliðum hinna týndu Paradísa. Þjáningin skapar ugg og
óþolinmæði. Hinn soltni maður hefir ekki tóm til þess
að leita orsaka sultar síns um torveldan veg langra rann-
sókna. Hann vill fá mat. Nema því að eins, að hann sé
stéttarlega og félagslega skólaður í hugsun, þykir hon-
um sá leiðtoginn líklegastur, sem mælir flesta galdrastafi
um skjótar og róttækar úrlausnir. Og þeir eru nógir uppi,
er slíku lofa. — Heimurinn morar af pólitískum gull-
gerðarmönnum og alkymistum, sem leika fáráðlinga nú-
tímans jafn-hlálega og fyrirrennarar þeirra léku fáráðl-
inga miðaldanna. Þessir gullgerðarmenn nútímans stýra
heilum þjóðlöndum með einræði, og þeir hafa verið
bornir upp í valdastóla sína af því móðursjúka óþoli,
sem þjáning og úrræðaleysi skapar, og sem heimtar að
eitthvað gerist, gerist strax, — heldur glæfraverk, sem
enginn veit, til hvers kann að leiða, en ekki neitt.
Og hér komum vér niður á merkilegt, félagslegt lög-
mál, og mætti ef til vill til bráðabirgða orða það á þessa
leið: í stórum dráttum lætur allur almenningur annað
hvort stjórnast af viti eða tilfinningu í viðhorfum sínum
til lífsins og atburða þeirra, er að höndum bera. Að
undanteknum þeim tiltölulega fáu, sem styðjast við vís-
indalegar athuganir, andæfa menn framvindunni hóp-
rænt, megna ekki að taka einstaklingslega afstöðu. Með-
an við er að eiga ræðar stærðir og framúrsjáanlegan
vanda, miðað við almenna reynslu og þekkingu, ræður
vitið aðferðum og úrlausnum þeim, sem leitað er. Þeg-
ar lífssvið og umhverfi tekur svo snöggum breytingum