Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1937, Side 22
16
Næturróður.
IÐUNN
og gagngerum, að eldri reynsla hrekkur ekki til og acS-
steðjandi vandi verður óræður, svo að ekki sér fram úr
honum, tekur tilfinningin við og ákveður aðferðir og
breytni, unz fundinn er, með dýrri reynslu og ótal glöp-
um, nýr háttur lífs, samsvarandi aðstæðum, — nýr
modus vivendi.
En það er einmitt jpetta, sem hefir gerst á Vestur-
löndum. Samdrátturinn, undanhaldið, einangrunin á svið-
um viðskiftalífs og athafna, hefir skapað meginþorra
manna óræð vandamál. Sá heimur, sem var, er hruninn.
Sú reynsla og trú, þær kenningar og aðferðir, sem þar
komu að góðu haldi, eru nákvæmlega engisvirði nú.
Hagfræði forstríðstímans er orðin að villu. Og þegar svo
stendur á, tekur tilfinningin við, sem stýrandi andleg eig-
ind. Vitið er rekið upp í skammarkrókinn. Úrlausnir þess
eru seinfærar. Tilfinningin heimtar nýja jörð og nýjan
himin. Vitið leysir Gordionsknúta; tilfinningin hegg-
ur þá. Að baki slíkrar hópkendar býr að jafnaði einföld
frumstæð ástríða; ytra form hennar verður eitthvert
vígorð, einhver töfraformúla. Tilfinningin spyr ekki um
rök; þvert á móti. Hún bægir frá sér allri gagnrýni til
þess að slævast ekki. Hún nærist á fullyrðingum og
krefst valds til þess að afmá það, sem henni er and-
stætt. Eitt óhugnanlegasta fyrirbrigði nútímans er æði til-
finninga, sem hafa brotið af sér helsi allrar gagnrýni.
Til slíkra tilfinninga svara ástríðuþrungnar, óhugsaðar
athafnir. Þessi ófögnuður gefur sér gjarna mjög glæsi-
leg nöfn. í augnablikinu virðist hann kalla sig hina „hetju-
legu lífskend“ eða eitthvað á þá leið. En hvenær sem
athafnir hinnar „hetjulegu lífskendar" eru gagnrýndar,
svarar hún af blindum þjósti. Hún reiðir sig á „eðlis-
hvöt!“ Hún byggir athöfn sína á „blóði og kynstofni! “