Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1937, Page 23
IÐUNN
Næturróður.
17
En þá eru umræðurnar því miður komnar út fyrir tak-
mörk heilbrig'ðra vitsmuna.
Þessi gos og umbrot tilfinninganna Ieiða til hættulegr-
ar og magnaðrar hópsef junar. Hættulegasti bölvaldur nú-
tímans er hópsefjarinn, sem, að eins hálfvitandi mark-
miða sinna, hamast á tilfinningum múgsins, til þess að
æra hann til ákveðinna athafna og trúar. Og sefjunin
er eins og bráðsmitandi pest, sem geysar frá manni til
manns. Hugirnir smitast, þangað til þeir eru orðnir al-
teknir.
Maðurinn, sem hefir smitast af slíkri sefjan, er ekki
lengur vitsmunavera á mannlegan mælikvarða; hann er
ekki — homo sapiens. Undir hversdagslegum kringum-
stæðum er hann fífl — undir sérstökum kringumstæð-
um er hann ófreskja, — barsmíðatrylt og blóðþyrst
villidýr í mannsmynd. Hann hugsar ekki, hann trúir.
Hann rökræðir ekki, hann fullyrðir. Hann ályktar ekki,
hann slær. Og þessa trú sína hefur hann síðan upp í
hæðir hins óskeikula. Öll trú krefst kennivalds, drottins
eða drottnarans. Og það er eitthvað óhugnanlega hrylli-
legt við það, að dýrkendur hinnar „hetjulegu lífskend-
ar ‘ eru fyrst og fremst blautgeðja kynslóð, sem hrópar
-á drottnara og vegsamar það hlutverk að fá að skríða
í duftinu.
Og hver verða svo markmið þessara tilfinninga, þess-
arar „Iífskendar?“ Að hverju beinist hún? Á öld þjóð-
ernislegs einangurs á hún sér ekki nema einn farveg:
Aftur á við til fortíðar og átthaga, inn á við að arni og
heimili. Og er ekki þetta gott og blessað, munu menn
segja. Eru ekki þetta „heilög“ verðmæti? Og jú, sei,
sei jú. „Þótt þú langförull legðir sérhvert land undir
fót, bera hugur og hjarta samt þíns heimalands mót“.
Og svo er einnig um sögu okkar og tungu. Mörgum af
IÐUNN XX 2