Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1937, Page 24
18
Næturróður.
IÐUNN
oss er hún „mál, sem fyllir svimandi sælu sál og æð, þó
hjartanu blæði“. En helgi og lífsgildi þessara hluta á-
kveðast af þeim víddum, sem heimur vor hefir að öðru
leyti. Og svo niðurlútur gerist nú metnaður þjóðanna,
að þær gera sér það að góðu að vegsama land sitt og
sögu með sömu forsendum og þeim, að alt er hey í
harðindum og sælgæti í sulti. Einangrið skapar neyð,
sem kennir naktri konu að spinna. Og svo ætla menn að
rifna af hrifningu yfir hinni þjóðlegu iðju, spunanum,
án þess að láta sér detta í hug að spyrja um, hvort
nokkur skynsamleg ástæða sé til þess, að nokkur kona
sé nakin. Og vitanlega er engin skynsamleg ástæða til
þess. Það er yfir höfuð aldrei nein skynsamleg ástæða
til þess að sæta því lakara fyrir hið betra, ganga aftur
á bak í stað þess að ganga áfram.
En alls staðar stefna sporin aftur á bak og inn á við.
Fortíðin er grafin upp í sögu og þjóðháttum, skáldskap
og tónlist. Ekkert er tekið gott og gilt, nema það sé
„þjóðlegt“. Og fortíðin er fegruð á kostnað nútímans.
Það óskamagn, 6em hin miskunnarlausa nútíð vill ekki
láta rætast, er flutt inn á svið hugsaðrar fortíðar, skáld-
aðrar, loginnar, og látið rætast þar. Og fortíðin er fegr-
uð á kostnað nútímans, dubbuð upp og pússuð og snur-
fusuð með alls konar rómantísku prjáli. Þannig er rækt-
uð löngunin eftir hinni týndu paradís, sem vitanlega
hefir aldrei verið til.
Þetta gerist meira og minna í öllum löndum Norður-
álfunnar, hvort sem þeim er stjórnað á lýðsræðisgrund-
velli eða með einræði. Og þessi hneigð til að horfa aftur
á bak og inn á við kemur fram með öllum stéttum.
Það ríður mjög á að gera sér það ljóst. Hér er um að>
ræða félagslegt lögmál, sem við getum sagt að hljóði
eitthvað á þessa leið: