Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1937, Page 25
IÐTJNN
Næturróður.
19
Á tímum tekniskrar útþenslu og vaxandi velmegunar
beinast hugirnir út á við og fram, vaxa frá gömlum
venjum og nema ný lönd. Á tímum samfærslu og hrörn-
andi velmegunar beinast hugirnir aftur á við og inn, til
eldri forma, trúar og skoðunar. Hér erum við allir með
í menningarlegri sveiflu, nauðugir, viljugir. Og ekkert
er eins óvænlegt til farnaðar eins og það, að standa á-
lengdar, þegar slík sveifla verður, ófrjór, hneykslaður,
skilningslaus og skelkaður. Það er að eins eitt, sem er
verra: Að þyrlast með hugsunarlaus á öldufaldi óþol-
mna og æstra tilfinninga. Spurningin verður þá þessi:
Hvernig eigum vér að andæfa þessari menningarsveiflu,
lifa hana, þola hana, móta hana? Hvernig. eigum vér
að snúast við þessum vetri á sviði vestrænnar menn-
ingar?
ÐL
í nálega helmingnum af löndum álfunnar hefir þessi
vetur sezt að með ákafri og blindri kyngi. Stormveður
bópsefjunarinnar geysar um löndin. Bækur eru brendar,
listaverkum mokað út af opinberum söfnum og listir og
bókmentir keyrðar í fjötra þjóðlegrar einhæfni. Mann-
réttindi eru afmáð, og sambúðin milli valds og þegns
fær á sig austurlenzkan grimdarbrag.
En hvergi hefir verið giftusamlegar snúist við þessum
menningarsveiflum en á Norðurlöndum. Þau standa nú
eins og klettur úr hafinu, þar sem stærri þjóðir liggja í
duftinu. Og orsökin til þessa er fyrst og fremst styrkur
°g ábyrgðartilfinning hinnar norrænu verklýðshreyf-
mgar. Það er hún, sem því veldur, að á Norðurlöndum
befir þessi menningarsveifla ekki lent út í glæfrum og
villimensku. Það er hún, sem hefir haldið hópsefjuninni
1 skefjum. Borgarinn á Norðurlöndum hefir síðastliðin