Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1937, Page 26
20
Næturróður.
IÐUNN
7 ár sýnt það fullgreinilega, aS hann var jafn-vanmátt-
ugur þess að verjast hinum aðsteðjandi háska eins og
borgarar annara landa. í þessari kreppu menningarinnar
hefir borgarinn alls sta'Sar biIatS. En verklýðshreyfingu
Norðurlandanna hefir tekist að sameina hina nývöknuðu
innhverfu, afturvirku kend til Iands og þjóðar við sam-
félagslega, hagræna stjórnmálastefnu og skilyrðislausa
virðingu fyrir rétti frjálsrar hugsunar og frelsi andlegs
lífs. •—
Það eru verkamennirnir í Svíþjóð, Danmörku og Nor-
egi, sem ber heiðurinn af þessu afreki. Og sjálft er þetta
menningarafrek ávöxtur af virðingu þeirra og ást á veru-
leikanum, bæði hinum efnislega og andlega. A meðan
stéttarbræður þeirra færðu sig í brúnar og svartar skyrt-
ur og tóku að marséra og öskra fánasöngva í fávísri
von um galdrakendar úrlausnir meina sinna, setti hinn
norræni verkamaður sig allsgáður og rólegur í fylking-
arbrjóst hinnar menningarlegu þróunar í vitund þess,
að það er hann, sem skapar ríkið.
Og í sjálfu sér er sú staðreynd næsta eðlileg. Fyrrum
var það alþýða manna, sem bezt skildi, hvað fólst í
hugtakinu samfélag. Og alþýðumenn þeir, sem fluttust yf-
ir í iðnaðinn og urðu verkamenn, fluttu hin samvirku við-
horf með sér. Þeir vissu af gamalli reynslu, að samhjálp
og samstaða er lífsskilyrði almúgamannsins. Það er
þessi samstaða, sem hin norræna verklýðshreyfing hefir
nú víkkað og dýpkað, unz hún tekur til þjóðarinnar
allrar og örlaga hennar. Á grundvelli hennar hefir hún
reist hugsjón sína um frjálsa, mannaða þjóð í frjálsu
ríki. Og föðurlandsást og þjóðerniskend þessara alþjóð-
lega hugsandi verkamanna er það, sem mér liggur við
að segja „normal“. Þeir eignast föðurland að sama
skapi sem þjóðfélagið verður samfélag jafn-rétthárra og