Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1937, Page 27
IÐUNN
Næturróður.
21
jafn-virtra einstaklinga. Og á sama hátt eins og verklýðs-
hreyfingin hefir þannig skapað þúsundum verkamanna
föðurland, hefir hún einnig gefið þeim menningu. Með
fræðslustarfsemi sinni hefir hún afhent verkamanninum
arf andlegrar menningar á Vesturlöndum samtímis því,
sem hún varð honum tæki til þess að skapa þjóðfélag,
sem honum var líft í, og tæki til að Ieggja grundvöll
betri og fegurri framtíðar.
Hætta hinnar menningarlegu framtíðar á Norðurlönd-
um er miðstéttarborgarinn — hvernig hann ræðst, hvað
úr honum verður.
Hann hefir á marga lund orðið ákaflega hart úti.
Kreppan hefir reytt af honum fjaðrirnar. Hann á tor-
velt með að átta sig á því, að sá heimur sé liðinn undir
lok, þar sem hann hafði skapað sér aðstöðu til áhrifa
og velmegunar. Hann þolir illa félagslegar aðgerðir,
finst þær kreppa að sér og snýst öndverður gegn þeim,
þó að þ ær séu félagsleg nauðsyn. Gjaldeyrisráðstafanir,
mnflutningshöft, alþýðutryggingar, héraðsskólar, fisk-
sölulög, kjötlög, mjólkurlög, ríkisverksmiðjur — svo
tekin séu nokkur íslenzk dæmi — alt er þetta þyrnir í
nugum hans, skerðing á réttindum hans eða byrði, sem
bonum er óljúft að bera. Margur miðstéttarborgari er
þvf að vonum beiskur í huga. Og hann leitar sér þess
eins skilnings á fyrirbrigðunum, sem bæði hæfi inngrón-
um venjum hans og hugsunarhætti og leysi hann úr öll-
um sökum sjálfan. Og um fram alt: Lofi honum skjótri
lausn. Hefðbundin trú, stjórnmálaskoðanir, siðavenjur
°g leifar af þaulslitnum og úreltum hagfræðikenning-
um, — alt rennur þetta saman fyrir honum í eina óskilj-
anlega þoku og bendu og varnar honum allrar yfirsýnar.
Það er í baráttunni um þessa miðstétt, sem lýðskrum-
ið og lýðblekkingin öðru fremur gera sér vonir um sig-