Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1937, Page 28
22
Næturróður.
IÐUNN
ur andspænis hinni allsgáðu raunhyggju verkamannsins
og bóndans. Og fyrst og fremst með því að færa barátt-
una út af hinu eiginlega hagsmunasviði yfir á „menning-
arlegan“ vettvang. Er það t. d. ekki enn þá góð og gild
miðstéttarblekking að skamma verkamenn fyrir það,
að þeir séu „Marxistar“, efnishyggjumenn og föðurlands-
leysingjar, sem vilja drepa niður siðgæði, kirkju og krist-
indóm? Ösvífni borgaralegra blaða af þessu tagi eru
engin takmörk sett. Það er „menningin“, sem á að bjarga,
en tilgangurinn er að jafnaði pólitisk arðránsstefna af
allra lágkúrulegustu tegund. í kring um áróður af þessu
tagi er það, sem hinar háskalegu hópsefjanir skapast.
Þær eru einn liðurinn í hinu pólitiska svindli drotnunar-
stéttar, sem hefir glatað tilverurétti sínum. Aðalinntak
þessara pólitisku svindiltilrauna hefir hvarvetna verið í
því fólgið að reyna með harðskeyttum áróðri að koma
því inn í vitund almennings, að sú menning, menningar-
viðleitni, — sú umsköpun þjóðskipulags og félagslífs,
sem miðað hefir til aukins réttlætis og jöfnunar lífsgæð-
anna, sé ávöxturinn af eðalbornu siðgæði nokkurra
íhaldssamra stórborgara, en allur almenningur er gerð-
ur að „rauðhundum“, „rauðliðum“, „föðurlandslausum
Marxistum“, „ættjarðarsvikurum“. Og þessi hart leikna
og áttavilta miðstétt er svo pískuð upp í hysteriskan
fjandskap gegn „rauðu hættunni", „rauðu pestinni“,
efnishyggjunni, „guðleysinu“, öllu milli himins og jarð-
ar, sem unt er að láta hana trúa að felist í menningar-
og efnahagsbaráttu verkamanna og bænda. Ekki af því
þetta sé þar fyrir hendi. Heldur af því að það er hægt
að láta miðstéttina trúa þessu, á sama hátt og það er
hægt að láta þjáðan mann trúa á skottulækningar. Ekki
af því, að hún sé ver úr garði gerð vitsmunalega en
aðrar stéttir. Þvert á móti. Heldur af hinu, að hún á