Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1937, Page 29
IÐUNN
Næturróður.
23
það erfðaaðstöðu sinni í þjóðfélaginu að kenna, að
henni er erfiðara að átta sig á aðstæðum sínum og mögu-
leikum en auðvaldinu annars vegar og verkamanninum
og bóndanum hins vegar.
En á Norðurlöndum hefir það ekki tekist nema að
mjög litlu leyti að gera miðstéttina þannig að umskift-
ingi. Hún hefir verið studd af sterkari öflum. Svindlið
hefir afhjúpað sig í raunhyggju hins mentaða verka-
lýðs, öfgaleysi hans og pólitiskum heiðarleik. Þjóðmála-
úrlausnir hinna pólitisku gullgerðarmanna hafa orðið sér
til athlægis á Norðurlöndum, menningarfjandskapur
þeirra til spotts. Hin afturvirka sveifla hefir þar ekki
nema að litlu leyti náð að stöðva hina menningarlegu
framsókn. Hún hefir að eins orðið til þess að slá á
fornan streng hins heimakunna, þjóðlega, átthagabundna,
fengið hann til þess að óma með sem hljómfyllingu, en
ekki gert hann að argandi hrossabresti, sem drekkir
öllum öðrum hljóðum. Að vísu er á Norðurlöndum bú-
ist um á bak við múra þjóðlegrar einangrunar í við-
skiftum og framleiðslu, að svo miklu Ieyti sem við-
skiftaástæður umheimsins krefja. En Norðurlöndin hafa
glugga á múrum sínum og hafa gluggana opna. Þau hafa
menn á varðbergi, sem skygnast um öll lönd og skýra
frá því, sem er að gerast. Það er rökrætt og hugsað
innan þessara þjóðlegu múra. Þar skilur Norðurlöndin og
Mið-Evrópu. Og hér skilur enn fleira. Þessi mismunur á
lífsháttum innan hinna þjóðlegu múra gefur manni von
um, að þann dag, sem hinni afturlægu sveiflu er lokið,
þá snúi þessar hámönnuðu smáþjóðir stefni sínu til hafs
í leit stórra, nýrra heima, með samhengi vestrænnar
menningar, sem þær hafa varðveitt, sem veganesti og
arfahluta. Og er það of djarft að gera ráð fyrir, að þær
kunni einnig að eiga sinn þátt í því að hverfa straum-