Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1937, Page 30
24
Næturróður.
IÐUNN
um, skapa hina nýju framlægu sveiflu? En hitt er víst,
að takist svo til, sem nú horfir, þá er það ekkert ann-
að en blóðugt ofbeldi einræðisríkjanna, sem sýnist vera
þess um komið að kæfa þann eld lýðfrelsis og menn-
ingar, sem Iogar á arni hinna norrænu smáþjóða og
sem er alt í senn, alþjóðleg og átthagabundin, framvirk
og jákvæð í markmiðum, trygglynd um uppruna sinn
og gerhugul um möguleika sína.
Alt það, sem hér hefir verið sagt um Norðurlöndin,
á einnig við um ísland í aðaldráttum. Að vísu eru allar
opinberar umræður hér hrjúfari en annars staðar á
Norðurlöndum, allar snertingar sárari og allur bragur
lífsins brestasamari. Veldur því fámennið, þrengslin og
einhæfni lífsháttanna. Það eru miklu fleiri bláþræðir og
rosahlaup á andlegri og verklegri menningu okkar, síð-
ustu 30 árin, en nágrannanna. En þetta er ekki nema
önnur hlið málsins. Að vísu sýnist eins og talsverður
hluti af æskulýð landsins, einkum í miðstétt bæjanna,
sé í nokkurri hætti með að missa sjónar á öllum já-
kvæðum lífsmarkmiðum eða hafi ekki komið auga á
þau. En þó leyfi eg mér að fullyrða, að til er hér á landi
stór sveit manna og kvenna, sem alveg er treystandi til
að geyma fjöregg þjóðar sinnar þennan fimbulvetur,
sem að fer. Það er alveg óþarfi að nefna þetta fólk með
flokksheitum eða stefnum á þessum vettvangi. Það er
nóg einkenni þess, að það rís alt sem einn maður gegn
hinni afturvirku menningarsveiflu, þar sem borgarinn
hefir svo átakanlega bilað. Þetta er fylking varðmann-
anna á múrunum. í þeirri fylking eiga allir þeir heima,
sem vilja vísindalega skipun á hagkerfi landsins og líta
á það sem jafn-sjálfsagðan hlut eins og það, að vér
látum vísindalega þrautreynt lyf lækna barnaveiki í
barni, sem annars mundi kafna.