Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1937, Side 31
IÐUNN
Næturróður.
26-
Nú, á tímum hinna fótum troðnu réttinda og hinna
rofnu sáttmála, tala allir um bræðralag, ekki sízt þeir,
sem fótum troða réttinn og rjúfa sáttmálana. Og að
sönnu er það fagurt orð; en hjalið eitt um bræðralag
fær ekki borgið framtíð íslenzkrar menningar, fremur
en nokkurs annars lands. Henni verður ekki borgið nema
með látlausri baráttu fyrir félagslegu réttlæti. Og það
verður ekki framkvæmt á annan hátt en þann, að þeir,
sem eiga miklar eignir og hafa háar tekjur, verði látnir
bera byrðarnar við jöfnun lífskjaranna. Hér er engin
önnur leið, hvernig sem málið er flækt og snúið. Og
þessu er enginn fær um að koma til Ieiðar nema alþýða
landsins sjálf. En hún getur það, ef hún vill kosta því
til, sem þarf. En það er fræðsla, þjálfun, samheldni,
samheldni, þjálfun, fræðsla, þangað til hver maður er
orðinn eins og hlekkur í traustri festi.
í þessari fylkingu hinna trúu varðmanna, sem hafa
skipað sér á múrana á þessari menningarlegu stormnótt,
eru allir þeir, sem segja vilja hjátrúnni í öllum hennar
myndum stríð á hendur og krefjast þess, að í öllum
deilum um menningarmál verði hlutræn rök látin tala.
Innan múra þessarar einangrunar sýslum vér venju frem-
ur um þjóðleg viðhorf og fræði; þar fylgjumst vér með
hinni afturvirku sveiflu, nauðugir, viljugir. Þjóðleg fræði,
ættasagnir, vísur, kviðlingar, hjátrú, galdrasagnir og
þess háttar er í hárri tísku. Látum svo vera. Það er gott
°g blessað. Ekki af því, að þetta sé oss neitt markmið
í sjálfu sér, heldur einungis af því, að það er oss, ásamt
öðru, Iykillinn að uppruna vorum, vanmætti vorum og
takmörkunum, en jafnframt lykill að skilningi á íborinni
seiglu, tamningu og varhygð, sem vér höfum þróað með
oss í gegn um aldirnar. Skilningur þessa alls er einn lið-
Hr þess uppeldis, er vér þurfum að öðlast til þess að