Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1937, Page 35
IÐUNN
Alt í lagi.
29
eitthvað. Hann hafði sofið illa um nóttina og var venju
fremur út úr jafnvægi.
Það var heldur engin furða. Nóg var til að ergja sig
yfir, bæði heima og heiman. Og ekki hresti konan hann
mikið, alt af jafn-illa upplögð núna í lengri tíma, svo
þreytt og ómöguleg á allan hátt.
Ekki var það þó af því, að hún hefði svo mikið að
gera, með stúlku á hverjum fingri sér til hjálpar. Hún
þreytti sig víst mest á kaffiboðum og óhollum lestri. Og
ekki tók betra við núna upp á síðkastið, eftir að hún var
farin að lesa eitthvert trúarrugl. — Guðspeki, kallaði
hún það víst. Skárri var það nú spekin, sem fékk fólk
til þess að setja upp jarðarfararsvip og afneita sínu
rétta eðli.
Hann jók hraðann á bílnum og reyndi að gleyma öll-
um áhyggjum. En það gekk illa. Það var eitthvað meira
en lítið bogið við þetta alt saman.
Hann mátti heita vel efnaður nú orðið. Útgerðin gekk
fram yfir allar vonir í þessu árferði, og verzlunin sæmi-
lega. Hann átti fallegt heimili og myndarlega konu. Það
varð hann að játa. Dísa litla, einkabarnið þeirra, var
líka efnileg stúlka. Eiginlega vissi hann furðu lítið um
hana, nú orðið, nema þegar hana vantaði peninga.
Kannske lá meinið með fram í því, að þau áttu ekki
nema þetta eina barn. En konan hafði ekki viljað eiga
fleiri, fanst þau ekki hafa efni á því, meðan þau Voru
ung. Og seinna nenti hún ekkert á sig að leggja.
Já, eitthvað var bogið við það. Og víst var um það,
að ánægjan hafði ekki aukist með efnunum.
Þegar Skúli var nýsnúinn við niður í bæinn, mætti
hann Sólberg kaupmanni í bíl. Hann veifaði til hans
hendinni í kveðju skyni, um leið og hann þaut fram
hjá. Það sat stúlka í framsætinu hjá honum.