Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1937, Page 36
30
Alt í lagi.
IÐUNN
Sá var nú ekki feiminn við að bjarga sér. •— Nú„
konan hans var líka í útlöndum, búin að vera þar lengi
til Iækninga. Það var reyndar sama, þó að hún væri
heima, Sólberg var vanur að fara sinna eigin ferða.
Og auðvitað var það líka sjálfsagt, undir mörgum
kringumstæðum.
Sjálfur hafði hann samt helzt kosið að vera laus við
öll þess háttar æfintýri. Og hann hefði ekki þurft þeirra
með, ef konan hefði haldið áfram að vera eins og
manneskja.
Hann var í eðli sínu reglumaður, sem helzt vildi hafa
alt á hreinu, ástamálin ekki síður en annað. Þessi lausa-
kaup eyddu Iíka svo miklum tíma — og peningum.
Nei, það átti alls ekki við hann. En hann hafði á
hinn bóginn enga löngun til þess að lifa neinu munka-
lífi, maðurinn á bezta aldri, og þess vegna hafði hann,
hvað eftir annað, dregist út í smá-æfintýri. Það mátti
nú heita, að hann hefði sloppið furðu vel frá þeim,
flestum.
Þetta síðasta var farið að verða nokkuð langdregið
og þreytandi. Þó hafði það yljað honum alveg óvenju-
lega til þess að byrja með. Helga var svo dæmalaust
frískleg og skemtileg stelpa, þegar hann kyntist henni
fyrst, fyrir eitthvað þremur mánuðum. Og það var ekki
laust við, að hann kendi ofurlítils samvizkubits, þegar
hann hugsaði um, hvað hún var barnslega saklaus þá.
En auðvitað beið þetta hennar fyrr eða síðar hvort
sem var.
Þetta rifjaðist alt svo einkennilega skýrt upp fyrir
honum. Hann hafði komið inn í einkaskrifstofuna í slæmu
skapi, eftir andvökunótt, eins og núna. Þá sat Helga
í skrifborðsstólnum hans og stökk á fætur um leið og
hann kom inn. Hann þekti hana ekki í fyrstu, þó að