Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1937, Side 37
IÐUNN
Alt í lagi.
31
hann hefði séð hana nokkrum sinnum áður, og spurði
fremur höstuglega, hvað hún væri að gera hér.
— Fyrirgefið, sagði hún þá, blóðrjóð og vandræða-
leg. Og svo sagði hún eitthvað um, að mamma hennar
væri lasin, og að hún hefði orðið að þvo allar skrif-
stofurnar ein, og að hún hefði sezt niður að hvíla sig-
Hann mundi annars ekki vel, hvað hún sagði þarna
fyrst. En hann mundi því betur, að lítil og fallega löguð
brjóstin gengu upp og niður meðan hún talaði, eins og
hún væri móð. Og þá fyrst hafði hann tekið eftir því,
að hún var fríð stúlka og sérlega vel vaxin. Hann tók
líka eftir því, að hún var í hvítum kjól með stuttum
ermum.
— Þetta gerði ekkert til, góða, sagði hann þá, í svo
breyttum málróm, að hún leit undrandi upp og roðnaði
enn meira. — Þér skulið bara setjast niður aftur og
hvíla yður lengur. Gerið þér svo vel. Og svo hálf-ýtti
hann henni ofan í stólinn aftur og settist í annan sjálfur..
Eg var svona byrstur áðan af því að eg þekti yður
ekki í fyrstu, sagði hann svo. Annars er eg ekkert hræði-
legur, eða finst yður það, Helga?
— Nei, nei, langt frá því. En eg hélt ekki, að þér
vissuð, hvað eg heiti, því að það er mamma, sem hefir
vinnuna hérna, þó að eg hjálpi henni oftast til.
— Eg vissi, að þér hlutuð að heita Helga, eins og
allar fallegar stúlkur í æfintýrunum, sagði hann þá og
laut niður að henni.
Hún færði sig ofurlítið f jær, en leit svo á hann glettn-
lslega og sagði:
— Eg var ekki þreytt, þó að eg settist hérna í stól-
mn áðan.
— Nú, af hverju settust þér þá? spurði hann og
lyfti ofurlítið undir hökuna á henni um leið.