Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1937, Page 39
IÐUNN
Alt í lagi.
33
— Kannske þér ætlið svo að birta í blöðunum langt
viðtal við Helgu þvottakonu, sagði hún þá og hló of-
urlítið við.
■— Mætti eg það ekki?
— Nei, alls ekki. Eg vil ekki vera þvottakona og ætla
mér ekki að vera það til lengdar.
— Ætlið þér þá að koma, ef eg lofa því að geta
•ekkert um það í blöðunum?
— Við sjáum nú til, sagði hún, um leið og hún rétti
honum höndina til þess að kveðja.
Höndin var Iítil og fallega löguð, en með greinileg
merki eftir vinnu og vos.
Hann mundi líka vel, að hann leit venju fremur oft
á klukkuna þennan dag. Þó hafði han eiginlega ekki
ætlað sér neitt annað með Helgu en að spjalla við hana
sér til skemtunar. Og jafnvel hafði honum flogið í hug,
að það væri nógu gaman að hjálpa henni til þess að
læra eitthvað.
Samt var það nú þennan dag, sem hann hafði látið
senda sér dúnkoddann og teppið úr Vöruhúsinu.
Nú, það hafði hann lengi ætlað að fá sér, svo að
það kom ekki þessu máli við. Og að hann hafði nóg
af sælgæti og ögn af víni um kvöldið, var auðvitað ekki
annað en hans venjulega gestrisni.
Nei, hann hafði ekki ætlað sér neitt með Helgu. En
þegar hún kom svo um kvöldið, klukkan á mínútunni
atta, fín og feimin, nú, þá var hann aldrei nema maður.
Hún lét hann auðvitað ganga heilmikið eftir sér,
svona til málamynda. Það gerðu þær víst flestar í fyrstu.
En vínið og skynsamlegar fortölur eyddu fljótlega
■sllri mótstöðu.
Það var ágætt kvöld, sem þau nutu í sameiningu.
Hún engu síður. Það var honum vel kunnugt um. Auk
IÐUNN XX 3