Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1937, Page 40
34
Alt í lagi.
IÐUNN
þess hafði hann hjálpað henni til þess aS eignast falleg
föt. Og hann hafði fyrir löngu lofað að útvega henni
vinnu við verzlun. Hún undi svo illa við þvottakonu-
starfið, litla skinnið.
Nei, hann þurfti ekki að hafa neitt samvizkubit út af
Helgu. En hann varð að slíta þessu sambandi þeirra
sem allra fyrst.
Helga var orðin svo breytt, blátt áfram þreytandi,
upp á síðkastið. Einu sinni hafði hún meira að segja
farið að gráta, af því að hann gat ekki komið eitt kvöld-
ið, sem þau höfðu ákveðið að vera saman.
Nei, það gekk ekki lengur. Hann hafði þörf fyrir and-
Iega og líkamlega hressingu, en enga löngun né tíma til
þess að bæta á sig óþægindum og áhyggjum. Hann var
víst búinn að koma henni upp á alt of mikið. Hún hringdi
til hans á óheppilegasta tíma, og það hafði komið fyrir,
að hún spurði eftir honum heima.
Hún hafði það líka til að vera svo barnalega óvar-
kár, að það var ekki laust við, að hann hefði stundum
óttast um afleiðingarnar.
Hann varð að gera þetta upp sem fyrst.
Svona samband gat orðið þreytandi til lengdar, jafn-
vel verra en nokkurt hjónaband.
Það var annars bezt að bregða sér til útlanda núna
bráðlega og taka konuna með. Hver veit, nema að það
gæti kvikkað hana eitthvað upp.
Hann hafði reyndar ekki mikið af handbærum pen-
ingum núna í bili. Það var drjúgur skildingur, sem hann
var búinn að láta í kosningasjóðinn í þetta skifti, auk
alls þess, sem hann Iét af hendi rakna, bæði beint og
óbeint, í sambandi við kosningarnar.
Það var hreint ekkert smáræði, samanlagt.