Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1937, Side 42
36
Alt í lagi.
IÐUNN
Nú, þær voru víst flestar hver annari líkar.
Þegar Skúli Hermannsson kom inn í einkaskrifstofu
sína, sat Helga þar, eins og fyrir þrem mánu'Sum, og
honum brá ekki minna vi'S a'ð sjá hana nú en þá.
Hún hallaSist fram á borðið, byrgði andlitið í hönd-
unum og leit ekki upp, þegar hann kom inn.
Hann gekk hvatlega til hennar og sagði, ekki sérlega
blíðlega:
— Helga, þú veizt, að eg vil ekki----------
Hann lauk ekki við setninguna, því að nú leit hún
skyndilega upp og horfði á hann stórum ásökunaraug-
um. 011 æska og glaðværð var eins og strokin burt af
andliti hennar.
Hann sneri sér frá henni og læsti báðum dyrum að
skrifstofunni. Svo gekk hann til hennar, strauk yfir hárið
á henni og spurði nú mýkri í máli:
— Hvað hefir komið fyrir þig, Helga mín?
Hún svaraði engu, en hélt áfram að stara á hann, svo
ókunnuglega, að honum fanst.
Nú varð hann óþolinmóður og sagði:
— Já, hvað var það, Helga? Þú veizt, að eg hefi
ekki tíma til þess að hanga svona lengi.
— Þú hefir aldrei orðið tíma til þess að sinna mér.
Það var öðru vísi fyrst, sagði hún þá, lágt og hljómlaust.
— Ef það er ekkert sérstakt, sagði Skúli nú ákveðið,
þá ætla eg að biðja þig um að fara núna, en koma aft-
ur seinna, segjum í kvöld eftir átta. — Eg þarf að
tala við þig.
— Eg get það ekki á þessum tíma, eins og þú skilur.
— Þú hefir líka oft sagt, að þér þætti vænt um mig
og að þú ætlaðir ekki að gera mér neitt ilt, hélt Helga
áfram, og það var engu líkara en að hún hefði ekki
tekið eftir því, sem hann sagði.