Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1937, Side 43
IÐUNN
Alt í lagi.
37
— AucSvitacS þótti — þykir mér vænt um þig. En
£>ú verður að fara núna. Skilurðu það ekki?
Helga hrökk við, og það var eins og hún áttaði sig
nú alt í einu á einhverju, sem hún hafði nærri því
gleymt í svipinn.
Hún fölnaði upp, og angistin skein úr augum hennar.
Svo leit hún á hann og sagði:
— Eg skil það vel, að þú vilt vera laus við mig. En
eg fer ekki samt, fyr en eg er búin að segja þér það.
— Að segja mér hvað? sagði Skúli nú, og það var
ekki laust við, að honum yrði órótt.
— Mér hefir liðið svo hræðilega illa, sagði hún þá,
lágt. En eg vildi ekki minnast á það, fyr en eg var alveg
viss. Og, — hún hikaði ofurlítið, en sagði svo, nærri
þrjózkulega, •— nú er eg það.
Hann skildi undir eins, við hvað hún átti. Honum
brá ónotalega og fann í svipinn til meðaumkunar með
Helgu. En fljótt náði gremjan yfirhöndinni, því að í
rauninni fanst honum þetta vera henni að kenna.
— Veit nokkur þetta? spurði hann, eftir ofurlitla
þögn.
— Nei.
— Auðvitað ekki, og það má heldur enginn fá að
vita það.
— Eg skil nú ekki, hvernig verður komist hjá því,
sagði Helga.
— Auðvitað með því að fara þá einu leið, sem til
er, út úr þessum ógöngum, það er að segja fyrir þá,
sem eru svo heppnir að hafa ofurlítil auraráð.
Helga horfði enn á hann með sama skilningsleysinu,
svo að hann varð óþolinmóður, laut niður að henni og
hvíslaði einhverju í eyrað á henni.
Þegar hún hafði áttað sig á því, sem hann var að