Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1937, Page 44
38
Alt í lagi.
IÐUNN
segja, stökk hún á fætur, blóðrjócS í kinnum, me'Ö leiftr-
andi augum og kallaði upp: — Aldrei!
— Helga, sagði hann, brúnaþungur, og leit til dyr-
anna.
— Eg geri þaÖ aldrei, sagÖi hún þá Iægra. Eg vil
heldur deyja.
— Reyndu að vera róleg, sagði hann, ekki óþýðlega,
og ýtti henni aftur niður í stólinn.
— En þú færÖ mig aldrei til þess, sagði hún og leit á
hann með tárin í augunum. Þú sagðir, að þú værir ó-
hamingjusamur og að þér liði alt af vel hjá mér, svo
að eg hélt kannske núna-----------. Hún þagnaði skyndi-
lega, þegar hún sá skilningsleysið í svip hans.
— Ekki hélt eg, að þú værir svona mikið barn,
Helga mín.
Hún þagði.
— En eg veit, að þú ert skynsöm stúlka og áttar
þig fljótlega.
— Það getur kannske komið sér illa fyrir þig, þeg-
ar þetta kemst upp, sagði hún með þóttahreim í rödd-
inni.
— Það kemst aldrei upp, sagði Skúli, fast og ákveð-
ið. Við tölum ekki um aðra eins vitleysu. Og auðvitað
gerirðu þetta fyrst og fremst þín vegna, og vegna for-
eldra þinna. Þú hefir sagt mér, hvað heimilisástæðurn-
ar eru erfiðar, sífelt heilsuleysi og fátæktarbasl.
— Eg veit, að þú ert eina gleðin og vonin þeirra í
ellinni. Og eg veit, að þér dettur ekki í hug að bregð-
ast þeim vonum.
— Eg útvega þér svo vinnu við verzlun frá næstu
mánaðamótum.
— Hvað segirðu um það?