Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1937, Page 48
•42
Alt í lagi.
IÐUNN
og mundi hann þó greinilega númerið. Bakhús var það
víst. — Jú, þarna kom það, 26 B.
Hann skildi bílinn eftir spölkorn í burtu. Það vakti
of mikla eftirtekt á þessum stað að aka alveg heim
að húsinu.
Þarna átti Helga þá heima. Ekki var að furða, þó að
hún hefði þörf fyrir einhverja tilbreytingu.
Móðir Helgu kom til dyra, þegar hann barði. Henni
brá, þegar hún sá, hver kominn var, og hún fálmaði
ósjálfrátt upp í úfið hárið.
Skúli heilsaði henni glaðlega og bað um leyfi til þess
að mega segja við hana nokkur orð.
Hún bauð honum inn í stofu, eins og leið lá í gegnum
óvistlegt eldhús, en sagði þó, að þetta væri alls ekki
boðlegt fyrir hann. En Skúli brosti svo ljúfmannlega, að
henni blátt áfram hlýnaði um hjartaræturnar. Og hann
sagði, að þetta væri ágætt.
Svo þegar þau voru komin inn í stofuna, afsakaði
hún líka, að maðurinn sinn yrði að liggja hérna. Hann
væri svo slæmur fyrir brjóstinu og þyldi ekki að standa
niðri á hafnarbakka og bíða eftir vinnu. — Verst er
það, hvað það er oft til einkis, bætti hún við og stundi
mæðulega.
En Skúli bandaði út hendinni og sagði: — Skiljan-
lega, skiljanlega. Ekkert að afsaka.
Og hann sagði meira að segja, að það gleddi sig að
kynnast manninum, um leið og hann tók í harða vinnu-
hönd hans og nefndi nafn sitt.
Maðurinn tók kveðju hans, en hann sagði ekki til
nafns síns, sem hann hefði þó átt að gera.
Þetta leit út fyrir að vera gamall maður, mjög þreytt-
ur. Og hann var með þennan vonleysissvip í andlitinu,