Iðunn : nýr flokkur - 01.01.1937, Page 49
IÐUNN
Alt i lagi.
43
sem menn fá stundum við það a5 standa oft árangurs-
laust á hafnarbakkanum.
Þarna á stólbrík hékk kjóll af Helgu og minti hann
óþægilega á erindið.
Konan þurkaði af stól með svuntunni sinni og bauð
honum sæti.
Hann þáði það og ræskti sig nokkrum sinnum og
sneri sér svo tafarlaust að erindinu.
— Eg tek það fram, sagði hann, næstum því hátíð-
lega, að þið þurfið ekki að láta ykkur bregða neitt, þó
að þið sjáið mig hérna. Eg kem ekki í neitt sorglegum
erindum. Ja, eiginlega þvert á móti. Það er út af Helgu,
dóttur ykkar.
— Það er verst, að hún er ekki heima, telpan, greip
konan fram í. Eg skil ekkert í, hvað hún er að gera
uti allan þennan tíma.
Skúli ræskti sig enn. Það var eins og einhver fjárinn
sæti fastur í hálsinum á honum.
— Það er ekki von, að hún komi heim, sagði hann
svo. Hún var einmitt að hringja til mín áðan ofan úr
spítala, til þess að biðja mig að láta ykkur vita, að
bún yrði að vera þar til rannsóknar í nokkra daga.
— Guð hjálpi mér! sagði konan.
En maðurinn fékk ákaft hóstakast og tautaði: ■—
Þetta er eitthvað undarlegt. Þetta skil eg ekki. Vissir
t»ú til þ ess, að hún væri nokkuð lasin, kona?
■— Já, lasin var hún víst. En eg hélt ekki, að það
væri svona alvarlegt.
— Helga fullyrti líka, að það væri ekki neitt alvar-
legt, sagði Skúli. Það eru auðvitað einhverjar kreddur
Ur lækninum að halda henni þarna í fáeina daga.
■— En að barnið skyldi fara að ómaka yður til þess
arna, sagði nú konan, alveg eyðilögð.